Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Flóðgátt Flóaáveitu við Hvítá á Brúnastaðaflötum
Mynd / ál
Fréttir 5. júní 2025

Flóðgátt Flóaáveitu við Hvítá á Brúnastaðaflötum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hún er inntak áveitukerfis sem liggur um alls 300 kílómetra af skurðum í Flóanum. Framkvæmdir við áveituna hófust árið 1922 og stóðu til ársins 1927. Tilgangurinn var að veita áburðarríku jökulvatni yfir engjar til að auka heyfeng bænda. Aðalskurðurinn er um sex kílómetrar að lengd og var grafinn með skurðgröfu, en stærsti hluti áveitukerfisins var grafinn með höndum. Áveitan þjónaði upphaflegu hlutverki sínu í fjóra áratugi, en síðast var heyjað af engjum svo nokkru næmi sumarið 1971. Í dag er Flóaáveita rekin sem vatnsmiðlunarkerfi og flytur burt vatn í leysingum en í þurrkum er vatni hleypt inn á kerfið til að halda uppi grunnvatnsstöðu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...