Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Fljótsdalsstöð kemur vel út í nýju sjálfbærnimati sem nú er opið til umsagnar. Myndin er úr hverflasal stöðvarinnar í Valþjófsstaðarfjalli þegar stöðin var í byggingu. Fljótsdalsstöð var vígð síðla árs 2007.
Fljótsdalsstöð kemur vel út í nýju sjálfbærnimati sem nú er opið til umsagnar. Myndin er úr hverflasal stöðvarinnar í Valþjófsstaðarfjalli þegar stöðin var í byggingu. Fljótsdalsstöð var vígð síðla árs 2007.
Mynd / sá
Fréttir 31. janúar 2025

Fljótsdalsstöð í sjálfbærnimati

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sjálfbærnimat fyrir Fljótsdalsstöð í Fljótsdal er nú í opnu umsagnarferli.

Fljótsdalsstöð fór á nýliðnu ári gegnum úttekt Samtaka um sjálfbæra vatnsorku (e. The Hydropower Sustainability Alliance) samkvæmt sjálfbærnistaðli vatnsaflsvirkjana.

Staðallinn (e. Hydropower Sustainability Standard) er alþjóðlegur og setur, skv. tilkynningu Landsvirkjunar, sjálfbærniviðmið fyrir vatnsaflsvirkjanir þar sem aðaláherslan er á umhverfi, samfélag og stjórnarhætti. Segir jafnframt að fjölmargir hagaðilar á Austurlandi hafi verið fengnir í viðtöl vegna úttektarinnar. Meðal þess sem skoðað var í úttektinni var stjórnun á sjálfbærnimálum, kolefnisspor rekstrarins, starfsmannamál, eftirlit með jarðvegsrofi og vatnsgæðum, samskipti við nærsamfélag og áætlun í málefnum sem tengjast loftslagsbreytingum.

Að mestu jákvæðar niðurstöður

Almennt virðast drög að matsskýrslu þeirri sem nú er í opnu umsagnarferli skila jákvæðum niðurstöðum í öllum þáttum og virkjunin talin hafa rennt styrkum stoðum undir byggð og atvinnulíf. Sjálfbærniframmistaða sé afar góð. Það sem standi út af sé að fólkið sem búi neðan við virkjunina og eigi veiðirétt í Lagarfljóti beri enn skarðan hlut frá borði hvað varðar þann þátt í lífsafkomu þess, vegna breytinga á Fljótinu með tilkomu virkjunarinnar. Svifaur í Lagarfljóti sé viðvarandi vandamál.

Nefnt er að ekki hafi tekist að uppfylla eina af ýtrari kröfum: set sé vandamál vegna lekavatns úr aðgöngum og flutnings milli vatnasviða.

Ýmis tækifæri

Fram kemur að takmarkanir í raforkuflutningskerfinu á Íslandi hindri Fljótsdalsstöð og Kárahnjúkavirkjun í að hagræða og hámarka starfsemi sína að fullu auk þess sem þær takmarki sveigjanleika til aðlögunar að framtíðarbreytingum. Þess er og getið að vannýtt tækifæri séu í stjórnun vistkerfa á svæðinu og ná megi auknum verndunarárangri með betri samhæfingu stofnana, ríkisfyrirtækja og hagaðila. Þá er bent á að auka megi sýnileika virkjunarinnar fyrir gesti og miðla sögu hennar og ávinningi.

The Hydropower Sustainability Alliance er alþjóðleg og óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun þar sem saman koma fulltrúar vatnsaflsgeirans, stjórnvalda, samfélags- og umhverfissamtaka og fjármálastofnana til þess að vinna að framgangi sjálfbærrar vinnslu vatnsafls.

Niðurstöður matsins fyrir Fljótsdalsstöð eru í opnu umsagnarferli til 10. mars næstkomandi. Hagaðilar, jafnt sem almenningur, geta komið með athugasemdir og ábendingar. Matsskýrslan er aðgengileg á vef Landsvirkjunar.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...