Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Flestir Íslendingar nema þeir tekjuhæstu ósáttir við innflutning á fersku og ófrosnu kjöti
Mynd / Bbl
Fréttir 27. júní 2019

Flestir Íslendingar nema þeir tekjuhæstu ósáttir við innflutning á fersku og ófrosnu kjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Könnun sem Maskína gerði fyrir Heimssýn og birt var 18. júní um viðhorf Íslendinga til innflutnings á fersku/ófrosnu kjöti, kemur fram hörð andstaða við áform ríkisstjórnarinnar í þeim málum. 

Svarendur voru 793 sem fengnir voru með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Voru gögnin vegin með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Var svarhlutfall gildra svara mjög gott, eða 96%. Stærsta hlutfallið í þessum hópi reyndist vera andvígt innflutningi á ófrosnu kjöti.

Spurt var, ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að heimila innflutning á fersku/ófrosnu kjöti?

Gefnir voru fimm svarmöguleikar. Þar reyndust 15,2% mjög fylgjandi innflutningi á  fersku/ófrosnu kjöti. Fremur fylgjandi voru 18,9%. Í meðallagi [hvorki né] voru 16,8%. Fremur andvíg(ur) 20,4%. Mjög andvíg(ur) 28,7%.

Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu til málsins voru 59% á móti því að heimilaður yrði innflutningur á fersku/ófrosnu kjöti. Reyndust 41% því fylgjandi.  

Hvergi á landinu er hreinn meirihlutastuðningur við innflutning

Þegar skoðuð er afstaða fólks í samræmi við búsetu reyndist hvergi vera hreinn meirihlutastuðningur við innflutning. Hann var þó mestur í Reykjavík, eða 42,4% og í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur 39,5%. Andstaðan við innflutning reyndist nærri eins mikill á báðum stöðum, eða 39,9% í Reykjavík og 40,6% í nágrannasveitarfélögunum. 

Á öllum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins var meirihluti svarenda á móti innflutningi. Þannig var andstaðan 76,8% á Austurlandi, 73,7% á Norðurlandi, 60,8% á Vesturlandi og Vestfjörðum og 56% á Suðurlandi og Reykjanesi.

 Andstaða í flestum aldurshópum

Í öllum aldursflokkum nema í aldurs-flokki 30–39 ára var andstaðan við innflutning meiri en stuðningurinn. 

Meirihluti 50 ára og eldri var á móti innflutningi, en athygli vekur að í yngsta aldursflokknum, 18–29 ára, voru andstæðingar innflutnings 47,4% en fylgjendur einungis 26,9%. Í þeim hópi var líka stærst hlutfall þeirra sem tóku ekki afstöðu, eða 25,6%. Hins vegar studdu 46,9% 30–39 ára innflutning en 41,3% voru á móti. 

Þá gilti einu hvaða menntun svarendur höfðu, í öllum tilfellum í slíkri flokkun voru andstæðingar innflutnings fleiri en fylgjendur.  

Athygli vekur að konur eru miklu harðari í andstöðunni en karlar, eða 60,5% á móti 38,4% andstöðu hjá körlum. 

Þeir tekjuhæstu vilja innflutning

Þegar litið var á tekjuskipingu fólks sem þátt tók í könnun Maskínu reyndist stuðningur við innflutning á fersku og ófrosnu kjöti vera mestur í hópi þeirra ríkustu. Það var eini tekjuhópurinn þar sem stuðningurinn var meiri en andstaðan.  

Mestur var stuðningurinn í hópi þeirra sem voru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira. Þar var stuðningurinn 49,3%. Þann hóp virðist helst að finna meðal stuðningsmanna Viðreisnar, en þar vildi 63,1% leyfa innflutning á fersku og ófrosnu kjöti. 

Næstmestur var stuðningurinn meðal áhangenda Samfylkingarinnar, eða 56,6%. Meðal stuðningsmanna Flokks fólksins var stuðningurinn líka mikill, eða 48,8%, sem skýrist þó varla af miklum tekjum. Mögulega gæti það skýrst af hörðum áróðri sem haldið hefur verið á lofti um að frjáls innflutningur væri sérstakt hagsmunamál neytenda. Reyndar er nær jafn hátt hlutfall kjósenda flokksins andsnúið innflutningi, eða 48,3%

Fleiri Sjálfstæðismenn á móti en þeir sem eru fylgjandi

Þá vekur líka athygli að einungis 37,2% stuðningsmanna Sjálfstæðis-flokksins eru fylgjandi þessum innflutningi, sem er þó lagður til af ráðherra flokksins til að mæta kröfum dómstóla, en 43,1% er á móti. Meðal Pírata má meira að segja finna fleiri stuðningsmenn, eða 39,8%, en þar eru samt 41,7% á móti.   

Ekki þarf að koma á óvart að andstaðan við innflutning skuli vera mest meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, eða 83,5%, og 70,4% meðal stuðningsmanna Miðflokksins. Þá er andstaðan líka mikil hjá stuðningsmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (VG), eða 67,4%. Stuðningsmenn þessara þriggja flokka skera sig reyndar úr og eru með hreinan meirihluta í sínum röðum gegn innflutningi á fersku og ófrosnu kjöti. Tveir þessara flokka sitja nú í ríkisstjórn. /HKr. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...