Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flestir Íslendingar nema þeir tekjuhæstu ósáttir við innflutning á fersku og ófrosnu kjöti
Mynd / Bbl
Fréttir 27. júní 2019

Flestir Íslendingar nema þeir tekjuhæstu ósáttir við innflutning á fersku og ófrosnu kjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Könnun sem Maskína gerði fyrir Heimssýn og birt var 18. júní um viðhorf Íslendinga til innflutnings á fersku/ófrosnu kjöti, kemur fram hörð andstaða við áform ríkisstjórnarinnar í þeim málum. 

Svarendur voru 793 sem fengnir voru með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Voru gögnin vegin með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Var svarhlutfall gildra svara mjög gott, eða 96%. Stærsta hlutfallið í þessum hópi reyndist vera andvígt innflutningi á ófrosnu kjöti.

Spurt var, ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að heimila innflutning á fersku/ófrosnu kjöti?

Gefnir voru fimm svarmöguleikar. Þar reyndust 15,2% mjög fylgjandi innflutningi á  fersku/ófrosnu kjöti. Fremur fylgjandi voru 18,9%. Í meðallagi [hvorki né] voru 16,8%. Fremur andvíg(ur) 20,4%. Mjög andvíg(ur) 28,7%.

Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu til málsins voru 59% á móti því að heimilaður yrði innflutningur á fersku/ófrosnu kjöti. Reyndust 41% því fylgjandi.  

Hvergi á landinu er hreinn meirihlutastuðningur við innflutning

Þegar skoðuð er afstaða fólks í samræmi við búsetu reyndist hvergi vera hreinn meirihlutastuðningur við innflutning. Hann var þó mestur í Reykjavík, eða 42,4% og í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur 39,5%. Andstaðan við innflutning reyndist nærri eins mikill á báðum stöðum, eða 39,9% í Reykjavík og 40,6% í nágrannasveitarfélögunum. 

Á öllum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins var meirihluti svarenda á móti innflutningi. Þannig var andstaðan 76,8% á Austurlandi, 73,7% á Norðurlandi, 60,8% á Vesturlandi og Vestfjörðum og 56% á Suðurlandi og Reykjanesi.

 Andstaða í flestum aldurshópum

Í öllum aldursflokkum nema í aldurs-flokki 30–39 ára var andstaðan við innflutning meiri en stuðningurinn. 

Meirihluti 50 ára og eldri var á móti innflutningi, en athygli vekur að í yngsta aldursflokknum, 18–29 ára, voru andstæðingar innflutnings 47,4% en fylgjendur einungis 26,9%. Í þeim hópi var líka stærst hlutfall þeirra sem tóku ekki afstöðu, eða 25,6%. Hins vegar studdu 46,9% 30–39 ára innflutning en 41,3% voru á móti. 

Þá gilti einu hvaða menntun svarendur höfðu, í öllum tilfellum í slíkri flokkun voru andstæðingar innflutnings fleiri en fylgjendur.  

Athygli vekur að konur eru miklu harðari í andstöðunni en karlar, eða 60,5% á móti 38,4% andstöðu hjá körlum. 

Þeir tekjuhæstu vilja innflutning

Þegar litið var á tekjuskipingu fólks sem þátt tók í könnun Maskínu reyndist stuðningur við innflutning á fersku og ófrosnu kjöti vera mestur í hópi þeirra ríkustu. Það var eini tekjuhópurinn þar sem stuðningurinn var meiri en andstaðan.  

Mestur var stuðningurinn í hópi þeirra sem voru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira. Þar var stuðningurinn 49,3%. Þann hóp virðist helst að finna meðal stuðningsmanna Viðreisnar, en þar vildi 63,1% leyfa innflutning á fersku og ófrosnu kjöti. 

Næstmestur var stuðningurinn meðal áhangenda Samfylkingarinnar, eða 56,6%. Meðal stuðningsmanna Flokks fólksins var stuðningurinn líka mikill, eða 48,8%, sem skýrist þó varla af miklum tekjum. Mögulega gæti það skýrst af hörðum áróðri sem haldið hefur verið á lofti um að frjáls innflutningur væri sérstakt hagsmunamál neytenda. Reyndar er nær jafn hátt hlutfall kjósenda flokksins andsnúið innflutningi, eða 48,3%

Fleiri Sjálfstæðismenn á móti en þeir sem eru fylgjandi

Þá vekur líka athygli að einungis 37,2% stuðningsmanna Sjálfstæðis-flokksins eru fylgjandi þessum innflutningi, sem er þó lagður til af ráðherra flokksins til að mæta kröfum dómstóla, en 43,1% er á móti. Meðal Pírata má meira að segja finna fleiri stuðningsmenn, eða 39,8%, en þar eru samt 41,7% á móti.   

Ekki þarf að koma á óvart að andstaðan við innflutning skuli vera mest meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, eða 83,5%, og 70,4% meðal stuðningsmanna Miðflokksins. Þá er andstaðan líka mikil hjá stuðningsmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (VG), eða 67,4%. Stuðningsmenn þessara þriggja flokka skera sig reyndar úr og eru með hreinan meirihluta í sínum röðum gegn innflutningi á fersku og ófrosnu kjöti. Tveir þessara flokka sitja nú í ríkisstjórn. /HKr. 

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...