Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Plægingaflokkur á vegum RARIK að störfum í Öxarfirði.
Plægingaflokkur á vegum RARIK að störfum í Öxarfirði.
Mynd / Vefsíða RARIK
Fréttir 14. október 2021

Flestallar línur að komast í jörð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Óvenju mikil umsvif hafa verið við lagningu háspennustrengja í dreifbýli á vegum RARIK í sumar. Á Norðurlandi hafa aldrei áður verið jafn mörg jarðstrengsverkefni í gangi samtímis.

Á tímabili voru fjórir plægingaflokkar að plægja niður strengi samtímis á Norðurlandi og þessa dagana er unnið að jarðstrengslögn í Svarfaðardal sem reiknað er með að ljúki um þessar mundir og verður Svarfaðardalur þá spennusettur.

Í Öxarfirði er einn plægingaflokkur að vinna og annar við Raufarhöfn og ráðgert er að hefja jarðstrengslögn í Fljótum nú í vikunni. Þrátt fyrir að jarðstrengslagnir hafi gengið vel í sumar og að nú sé farið að hausta verður vinnunni haldið áfram á meðan veður leyfir.

Tengivinna við Jökulsá á fjöllum í Öxarfirði.

Ýmis verkefni fram undan

Fyrir liggur m.a. að því er fram kemur á vefsíðu RARIK að leggja jarðstrengi í síðasta bútinn milli Kópaskers og Raufarhafnar en að því verki loknu verður Raufarhöfn komin með tengingu um jarðstreng alla leið frá aðveitustöðinni við Kópasker. Þá verður lagður jarðstrengur í stað loftlínu frá aðveitustöð í Árskógi í Dalvíkurbyggð og út á Hámundarstaðaháls. Loks verður lagður jarðstrengur frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási í Fljótum. Strengurinn kemur í stað einnar elstu loftlínu RARIK sem reist var 1946. Umræddur strengur verður á næstu árum rekinn á 22 kV spennu, eins og tengingin til Siglufjarðar er nú.

Þegar þessum verkefnum er lokið verður búið að plægja og tengja 50 kílómetra af háspennustrengjum á Norðurlandi á árinu og tengja 25 spennistöðvar og þar með verða flestar línur sem skemmdust í óveðrinu á Norðurlandi 2019 komnar í jörðu nema línan til Ólafsfjarðar og út á Skaga og línan neðst í Fnjóskadal frá Þverá að Skarði.

Skylt efni: háspennulínur

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...