Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Plægingaflokkur á vegum RARIK að störfum í Öxarfirði.
Plægingaflokkur á vegum RARIK að störfum í Öxarfirði.
Mynd / Vefsíða RARIK
Fréttir 14. október 2021

Flestallar línur að komast í jörð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Óvenju mikil umsvif hafa verið við lagningu háspennustrengja í dreifbýli á vegum RARIK í sumar. Á Norðurlandi hafa aldrei áður verið jafn mörg jarðstrengsverkefni í gangi samtímis.

Á tímabili voru fjórir plægingaflokkar að plægja niður strengi samtímis á Norðurlandi og þessa dagana er unnið að jarðstrengslögn í Svarfaðardal sem reiknað er með að ljúki um þessar mundir og verður Svarfaðardalur þá spennusettur.

Í Öxarfirði er einn plægingaflokkur að vinna og annar við Raufarhöfn og ráðgert er að hefja jarðstrengslögn í Fljótum nú í vikunni. Þrátt fyrir að jarðstrengslagnir hafi gengið vel í sumar og að nú sé farið að hausta verður vinnunni haldið áfram á meðan veður leyfir.

Tengivinna við Jökulsá á fjöllum í Öxarfirði.

Ýmis verkefni fram undan

Fyrir liggur m.a. að því er fram kemur á vefsíðu RARIK að leggja jarðstrengi í síðasta bútinn milli Kópaskers og Raufarhafnar en að því verki loknu verður Raufarhöfn komin með tengingu um jarðstreng alla leið frá aðveitustöðinni við Kópasker. Þá verður lagður jarðstrengur í stað loftlínu frá aðveitustöð í Árskógi í Dalvíkurbyggð og út á Hámundarstaðaháls. Loks verður lagður jarðstrengur frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási í Fljótum. Strengurinn kemur í stað einnar elstu loftlínu RARIK sem reist var 1946. Umræddur strengur verður á næstu árum rekinn á 22 kV spennu, eins og tengingin til Siglufjarðar er nú.

Þegar þessum verkefnum er lokið verður búið að plægja og tengja 50 kílómetra af háspennustrengjum á Norðurlandi á árinu og tengja 25 spennistöðvar og þar með verða flestar línur sem skemmdust í óveðrinu á Norðurlandi 2019 komnar í jörðu nema línan til Ólafsfjarðar og út á Skaga og línan neðst í Fnjóskadal frá Þverá að Skarði.

Skylt efni: háspennulínur

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...