Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Plægingaflokkur á vegum RARIK að störfum í Öxarfirði.
Plægingaflokkur á vegum RARIK að störfum í Öxarfirði.
Mynd / Vefsíða RARIK
Fréttir 14. október 2021

Flestallar línur að komast í jörð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Óvenju mikil umsvif hafa verið við lagningu háspennustrengja í dreifbýli á vegum RARIK í sumar. Á Norðurlandi hafa aldrei áður verið jafn mörg jarðstrengsverkefni í gangi samtímis.

Á tímabili voru fjórir plægingaflokkar að plægja niður strengi samtímis á Norðurlandi og þessa dagana er unnið að jarðstrengslögn í Svarfaðardal sem reiknað er með að ljúki um þessar mundir og verður Svarfaðardalur þá spennusettur.

Í Öxarfirði er einn plægingaflokkur að vinna og annar við Raufarhöfn og ráðgert er að hefja jarðstrengslögn í Fljótum nú í vikunni. Þrátt fyrir að jarðstrengslagnir hafi gengið vel í sumar og að nú sé farið að hausta verður vinnunni haldið áfram á meðan veður leyfir.

Tengivinna við Jökulsá á fjöllum í Öxarfirði.

Ýmis verkefni fram undan

Fyrir liggur m.a. að því er fram kemur á vefsíðu RARIK að leggja jarðstrengi í síðasta bútinn milli Kópaskers og Raufarhafnar en að því verki loknu verður Raufarhöfn komin með tengingu um jarðstreng alla leið frá aðveitustöðinni við Kópasker. Þá verður lagður jarðstrengur í stað loftlínu frá aðveitustöð í Árskógi í Dalvíkurbyggð og út á Hámundarstaðaháls. Loks verður lagður jarðstrengur frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási í Fljótum. Strengurinn kemur í stað einnar elstu loftlínu RARIK sem reist var 1946. Umræddur strengur verður á næstu árum rekinn á 22 kV spennu, eins og tengingin til Siglufjarðar er nú.

Þegar þessum verkefnum er lokið verður búið að plægja og tengja 50 kílómetra af háspennustrengjum á Norðurlandi á árinu og tengja 25 spennistöðvar og þar með verða flestar línur sem skemmdust í óveðrinu á Norðurlandi 2019 komnar í jörðu nema línan til Ólafsfjarðar og út á Skaga og línan neðst í Fnjóskadal frá Þverá að Skarði.

Skylt efni: háspennulínur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...