Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Brasilískur skógur.
Brasilískur skógur.
Fréttir 17. febrúar 2022

Fleiri tegundir trjáa til - en áður var talið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Án trjáplantna væri heimurinn heldur snauður, ekki bara af fegurð heldur einnig loftgæðum, blaðsíðum bóka og almennilegri mold. Nú hefur komið fram á vefsíðu New Scientist að mögulega séu til í heiminum rúmlega 9.000 fleiri trjátegundir í heiminum ten áður var haldið.

Með þessari uppgötvun hefur tilvist ríflega 73 þúsund trjátegunda verið staðfærð, þá 14% aukning en áður var. Háskólaprófessorinn Peter Reich, einn þeirra þekktustu er koma að lífeðlisfræði trjáa og vistfræði skóga, komst að þessari niðurstöðu ásamt félögum sínum við rannsóknir þeirra á heimsvísu. Aukinheldur telja þeir að stórt landsvæði Suður-Ameríku gefi til kynna enn frekari tegundir sem eiga eftir að auka töluna frekar – en skv. niðurstöðum fundust þar hvað flestar óuppgötvuðu tegundirnar.

Tekið er til þess að Amazonas fylkið í Brasilíu er gríðarstórt og afar fjölbreytt er kemur að lífi. Lítið hefur verið um vettvangskannanir á svæðinu, sem þyrfti að breyta, en Reich telur að áframhaldandi eyðing skóga, sem jókst að mjög miklu leyti í Brasilíu á síðasta ári – gæti ógnað mörgum þessara tegunda áður en þær hafa verið formlega fundnar og rannsakaðar af þar til hæfum vísindamönnum.

Áhugavert er að ein af hverjum fjórum tegundum plantna sem fundist hafa á jörðinni hafa einmitt fundist í Brasilíu. Þessari fjölbreytni má þakka regnskógum Amason, miklum ám og votlendissvæðum en lífríki landsins er einnig gríðarlega fjölbreytt – bæði í dýra- og plönturíkinu.

Þeir sem að rannsókninni unnu komust að niðurstöðum sínum með því að byggja á alþjóðlegum gagnagrunni trjátegunda, sameina hann öðrum gagnagrunni er inniheldur yfirlit yfir viði vaxin svæði og skiptu svo heiminum niður í 100 km breiða ferninga. Þá áætluðu þeir fjölda ófundinna tegunda út frá nálgun sem benti til aukins fjölda nýrra tegunda á svæðum sem áður hafa leitt í ljós mikla fjölbreytni gróðurs.

Reich telur að mat á 73.300 trjátegundum á heimsvísu gæti verið nokkrum þúsundum of lágt, vegna þess að það eru margir heimshlutar þar sem nánast engin áreiðanleg trjágögn eru til, jafnvel á mælikvarða 100 kílómetra ferninga. Helsta óvissan í heildartölunni stafar þó af skorti á vettvangskönnunum í hitabeltinu.

Aðspurður segir Reich: „Af hverju skiptir það máli að við vitum hversu margar tegundir eru til? Fjölbreytileiki er mikilvægur fyrir getu skóga til að halda áfram að veita auðlindir og aðra þjónustu, allt frá því að hægja á loftslagsbreytingum og draga úr flóðum til þess að vera uppspretta timburs og heimili annars gróðurs og dýralífs, svo að varðveita þá verður mikilvægt.“

Skylt efni: skógur | Suður Ameríka | tré

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...