Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Blær frá Miðsitju hlaut sinn hæsta dóm í sumar, 8,64, en fór síðan til Danmerkur þar sem stefnt er með hann á keppni.
Blær frá Miðsitju hlaut sinn hæsta dóm í sumar, 8,64, en fór síðan til Danmerkur þar sem stefnt er með hann á keppni.
Mynd / Jón Björnsson
Fréttir 10. febrúar 2016

Fleiri hross fara út

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Alls voru 1.360 hross flutt frá Íslandi á árinu 2015. Reynast þau nokkuð fleiri en þau hross er fóru utan árlega á síðustu fimm árum. Hlutfall hrossa með fyrstu verðlaun í kynbótadómi hefur einnig hækkað.
 
Hrossin 1.360 fóru víða um heim og voru send til 18 landa, samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók Íslenska hestsins. Líkt og fyrri ár fóru langflest hrossin til Þýskalands, 529 talsins, 219 hross fóru til Svíþjóðar og 165 til Danmerkur. 
 
Þá fóru 94 hross til Sviss, sem virðist vera stækkandi markaður, og 75 til Austurríkis sem er minni fjöldi en undanfarin ár. Noregsmarkaður hefur dregist jafnt og þétt saman en 59 hross fóru þangað árið 2015 sem  er töluvert lægra en á árunum 2005–2010 þegar yfir 100 hross fóru þangað á ári. Hins vegar virðast markaðir fyrir íslensk hross vera að glæðast í Finnlandi eftir nokkra lægð, 50 hross fóru þangað árið 2015 sem er mesti fjöldi sem sést hefur síðan 2009. 
 
Af minni mörkuðum sem glæddust á árinu má nefna að tíu hross fóru til Grænlands, tíu til Bretlands, 22 til Frakklands og 16 til Belgíu.  Alls yfirgáfu 233 stóðhestar landið, 661 hryssa og 466 geldingar.
 
Gæðahross í nýjum heimkynnum
 
Af þeim hrossum sem yfirgáfu Ísland höfðu 111 hross hlotið fyrstu verðlauna kynbótadóm. Þetta reynist vera 8,2% af útfluttum hrossum ársins og er hækkunin töluverð miðað við fyrri ár. Frá árunum 2005 til 2010 var hlutfallið undir 5%. Á árunum eftir það fór hlutfallið að hækka jafnt og þétt frá 5,5% árið 2011 í 6,5% árið 2014.
 
Hæst dæmda útflutta hross ársins er Glóðafeykir frá Halakoti sem hlaut 8,75 í aðaleinkunn. Hann fór til Frakklands. Af öðrum hátt dæmdum stóðhestum má nefna Blæ frá Miðsitju (ae. 8,64) sem fór til Danmerkur, Andvara frá Auðsholtshjáleigu (ae. 8,61) sem fór til Þýskalands, Þröst frá Hvammi (ae. 8,59) sem fór til Bandaríkjanna og Sleipnisbikarhafann frá Landsmóti 2014, Vilmund frá Feti (ae. 8,56), en hann fór til Þýskalands. 
 
Hæst dæmda útflutta hryssa ársins er Garún frá Árbæ en hún hlaut 8,62 í aðaleinkunn þegar hún sigraði flokk 6 vetra hryssa á Heimsleikum íslenska hestsins í Danmörku. Ný heimkynni hennar eru í Noregi.
 
 

6 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...