Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Himbrimi á hreiðri.
Himbrimi á hreiðri.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. febrúar 2022

Fleiri himbrimar sjást en áður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Meira var um hávellu, æðarfugl, sendlinga og snjótittlinga við vetrar­fuglatalningar á Norð­austur­­landi, en Gaumur, sjálf­bærni­verkefni sem einbeitir sér að þessu landshorni, hefur uppfært gögn um fuglalíf á vöktunarsvæði sínu. Þetta á við um öll svæði önnur en á og við Mývatn. Helstu tíðindi úr talning­unum eru þau að fjöldi himbrima hefur tvöfaldast frá árinu 2011.

Vetrarfuglatalning fer fram undir stjórn Náttúrufræðistofnunar. Vetrarfuglatalningin er langtíma vöktunarverkefni sem hefur staðið frá árinu 1952 og er eitt lengsta samfellda vöktunarverkefni á landinu samkvæmt upplýsingum á vef Náttúrufræðistofnunar. Talningin byggir á þátttöku sjálfboðaliða og fer fram í kringum áramót ár hvert.

Vatnafuglar eru taldir tvisvar á sumri á tilteknum svæðum. Náttúrustofa Norðausturlands sér um talningu utan Mývatns, Laxár, Svartár og Svartárvatns. Markmiðið er að fylgjast með þróun vatnafuglastofna. Fylgst er með vatnafuglastofnum í Ljósavatnsskarði, Reykjadal og Aðaldal á vöktunarsvæði Gaums.

Helstu breytingar varðandi vetrarfugla er að meira var af hávellu, æðarfugli, sendlingi og snjótittlingi árið 2020 en 2019 en þó ekki meira en oft áður á vöktunartíma Gaums.
Varðandi vatnafugla er helst að sjá að himbrimum virðist vera að fjölga á svæðinu, ekki bara á milli ára heldur einnig yfir tímabilið sem Gaumur hefur fylgst með. Himbrimar hafa verið á bilinu 8-11 lengst af en á árinu 2021 voru þeir 17 eða tvöfalt fleiri en árið 2011.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...