Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Himbrimi á hreiðri.
Himbrimi á hreiðri.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. febrúar 2022

Fleiri himbrimar sjást en áður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Meira var um hávellu, æðarfugl, sendlinga og snjótittlinga við vetrar­fuglatalningar á Norð­austur­­landi, en Gaumur, sjálf­bærni­verkefni sem einbeitir sér að þessu landshorni, hefur uppfært gögn um fuglalíf á vöktunarsvæði sínu. Þetta á við um öll svæði önnur en á og við Mývatn. Helstu tíðindi úr talning­unum eru þau að fjöldi himbrima hefur tvöfaldast frá árinu 2011.

Vetrarfuglatalning fer fram undir stjórn Náttúrufræðistofnunar. Vetrarfuglatalningin er langtíma vöktunarverkefni sem hefur staðið frá árinu 1952 og er eitt lengsta samfellda vöktunarverkefni á landinu samkvæmt upplýsingum á vef Náttúrufræðistofnunar. Talningin byggir á þátttöku sjálfboðaliða og fer fram í kringum áramót ár hvert.

Vatnafuglar eru taldir tvisvar á sumri á tilteknum svæðum. Náttúrustofa Norðausturlands sér um talningu utan Mývatns, Laxár, Svartár og Svartárvatns. Markmiðið er að fylgjast með þróun vatnafuglastofna. Fylgst er með vatnafuglastofnum í Ljósavatnsskarði, Reykjadal og Aðaldal á vöktunarsvæði Gaums.

Helstu breytingar varðandi vetrarfugla er að meira var af hávellu, æðarfugli, sendlingi og snjótittlingi árið 2020 en 2019 en þó ekki meira en oft áður á vöktunartíma Gaums.
Varðandi vatnafugla er helst að sjá að himbrimum virðist vera að fjölga á svæðinu, ekki bara á milli ára heldur einnig yfir tímabilið sem Gaumur hefur fylgst með. Himbrimar hafa verið á bilinu 8-11 lengst af en á árinu 2021 voru þeir 17 eða tvöfalt fleiri en árið 2011.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.