Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fleiri flytja frá landinu en til
Fréttir 11. maí 2015

Fleiri flytja frá landinu en til

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í lok 1. ársfjórðungs 2015 bjuggu 329.740 manns á Íslandi, 165.650 karlar og 164.090 konur. Landsmönnum fjölgaði um 700 á ársfjórðungnum.

Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 211.830 manns en 117.920 utan höfuðborgarsvæðis. Á heimasíðu Hagstofu Íslands segir að á fyrsta ársfjórðungi 2015 hafi fæðst 990 börn, en 600 einstaklingar látist. Á sama tíma fluttust 290 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 370 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 660 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara, en þangað fluttust 220 manns á fyrsta ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 530 íslenskir ríkisborgarar af 800 alls. Af þeim 430 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 100 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (120), Noregi (110) og Svíþjóð (60), samtals 300 manns af 430. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara, en þaðan fluttust 340 til landsins af alls 1.090 erlendum innflytjendum. Litháen kom næst, en þaðan fluttust 70 erlendir ríkisborgarar til landsins. Í lok fyrsta ársfjórðungs bjuggu 24.730 erlendir ríkisborgarar á Íslandi.
 

Skylt efni: hagtölur | Íslendingar

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...