Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fleiri flytja frá landinu en til
Fréttir 11. maí 2015

Fleiri flytja frá landinu en til

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í lok 1. ársfjórðungs 2015 bjuggu 329.740 manns á Íslandi, 165.650 karlar og 164.090 konur. Landsmönnum fjölgaði um 700 á ársfjórðungnum.

Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 211.830 manns en 117.920 utan höfuðborgarsvæðis. Á heimasíðu Hagstofu Íslands segir að á fyrsta ársfjórðungi 2015 hafi fæðst 990 börn, en 600 einstaklingar látist. Á sama tíma fluttust 290 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 370 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 660 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara, en þangað fluttust 220 manns á fyrsta ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 530 íslenskir ríkisborgarar af 800 alls. Af þeim 430 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 100 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (120), Noregi (110) og Svíþjóð (60), samtals 300 manns af 430. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara, en þaðan fluttust 340 til landsins af alls 1.090 erlendum innflytjendum. Litháen kom næst, en þaðan fluttust 70 erlendir ríkisborgarar til landsins. Í lok fyrsta ársfjórðungs bjuggu 24.730 erlendir ríkisborgarar á Íslandi.
 

Skylt efni: hagtölur | Íslendingar

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...