Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Flatey
Bærinn okkar 20. september 2018

Flatey

Birgir Freyr Ragnarsson og Vilborg Rún Guðmundsdóttir stýra hinu stóra kúabúi á Flatey á Mýrum.  
 
Þeim gafst kostur á því að taka við því sumarið 2016 og tóku svo formlega við því 1. október 2016.
 
Býli:  Flatey.
 
Staðsett í sveit:  Mýrum í Hornafirði.
 
Ábúendur: Birgir Freyr Ragnarsson og Vilborg Rún Guðmundsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við tvö og kettirnir Junior, Skoppa og Skrítla.
 
Stærð jarðar?  2.400 hektarar.
 
Gerð bús? Mjólkurframleiðsla.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 550 nautgripir, að jafnaði 200 mjólkandi kýr hverju sinni.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fjósverk kvölds og morgna, síðan milli mála hefðbundin bústörf, umhirða gripa, fóðrun og margvísleg tilfallandi verkefni.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast þegar vel gengur og gripirnir hraustir.Leiðinlegast þegar allt gengur á afturfótunum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með nokkuð svipuðu sniði og ná þeim markmiðum sem við setjum okkur.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það þarf að gefa í og halda betur á spöðunum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel ef menn leyfa honum að dafna og menn hafi tækifæri til að nýta gæði jarða sinna.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Erfitt að segja. Það er þó ljóst að það verður enginn ríkur á að selja vörur undir því sem kostar að framleiða þær.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Alltaf til Víking gylltur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Vel eldað lambalæri og nýuppteknar kartöflur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það hlýtur að vera þegar við tókum við í október 2016.

4 myndir:

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...