Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjölga þátttakendum
Fréttir 14. september 2022

Fjölga þátttakendum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nú í lok ágúst endurnýjaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samninginn um verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður, sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur stýrt frá ársbyrjun 2020 í samstarfi við stjórnvöld, Skógræktina og Landgræðsluna.

Berglind Ósk Alfreðsdóttir.

Sauðfjár- og nautgripabændum hefur staðið til boða að taka þátt í verkefninu sem felst í grundvallaratriðum í því að gera aðgerðaráætlun fyrir búreksturinn í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda kolefni.

Markmið hins nýja samnings, sem gildir út árið, er að efla verkefnið á þessu ári, auðvelda framkvæmd þess, bæta mat á árangri þátttakenda í verkefninu og undirbúa það fyrir frekari stækkun.

Verkefnið var upphaflega hugsað til fimm ára og eru bændurnir styrktir fjárhagslega til að standa straum af kostnaði við það.

Alls 51 bú sem taka þátt

Mesta losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði er talin vera frá nautgripa- og sauðfjárbúum. Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu vegna endurnýjunar samningsins, kemur fram að mikilvægt sé að auka rannsóknir og fræðslu fyrir þessar tvær búgreinar.

Alls tekur 51 bú þátt í verkefninu í dag; 24 sauðfjárbú eru þátttakendur og 27 nautgripabú vítt og breitt um landið og verður unnið að því að fjölga þátttakendum enn frekar á árinu 2023, auk þess sem stefnt verður á að fjölga búgreinum í verkefninu með víðtæku samstarfi við bændur.

Loftslagsleiðtogar landbúnaðarins

Berglind Ósk Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri Loftslagsvæns land- búnaðar hjá RML, segir að þau hlakki til að efla, þróa og stækka verkefnið. „Bændurnir sem taka þátt í verkefninu eru loftslagsleiðtogar landbúnaðarins. Við þann hóp bætast nú fimmtán nýir nautgripabændur. Við stefnum einnig að því að birta fræðslu- og kynningarefni sem mun auka sýnileika og aðgengi bænda að loftslagsvænum lausnum,“ segir hún.

„Styrkleiki loftslagsvæns landbúnaðar felst í því að hver þátttakandi metur möguleika til aðgerða á sínu búi.

Allir þátttakendur hljóta fræðslu og þjálfun í helstu atriðum sem hægt er að framkvæma, annars vegar til þess að minnka losun og hins vegar til kolefnisbindingar. Allar aðgerðir skipta máli, stórar sem smáar.“

Margar leiðir í boði

„Flestir þátttakendur hafa farið í aðgerðir sem snúa að því að minnka olíunotkun, bæta nýtingu búfjáráburðar og tilbúins áburðar eða auka afurðir. Skógrækt er öflug aðgerð til kolefnisbindingar, en hentar ekki öllum enda eru aðstæður á búum mismunandi. Miklir möguleikar eru í bindingu kolefnis í landgræðslu en jarðvegur er öflug geymsla fyrir kolefni.

Allar aðgerðir sem farið er í hafa jákvæðan loftslagslegan ávinning, en getur verið miserfitt að mæla hann og því er horft til aðstæðna á hverju búi þegar loftslagsárangur hvers bús er metinn.

Stór þáttur verkefnisins er fræðsla, þar sem þátttakendur hljóta fræðslu og þjálfun í því að gera búreksturinn loftslagsvænni. Til þess að verða loftslagsleiðtogi er mikilvægt að fræðast um mögulegar leiðir til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað hentar hverju búi.

Til dæmis þá fræðum við um skógrækt og aðferðir hennar, en hver bóndi metur hvort það sé loftslagsaðgerð sem henti hans aðstæðum og búrekstri,“ segir Berglind.Hún segir að meginverkefni ársins muni felast í rekstri verkefnisins, fjölgun þátttakenda og þróun á aukinni stafrænni virkni.

Eining sé stefnt að því að hefja gerð kennslu- og fræðsluefnis um loftslagsvænar lausnir í landbúnaði.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...