Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Kýrin Ræma ásamt nýbornum tvíkelfingum.
Kýrin Ræma ásamt nýbornum tvíkelfingum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. febrúar 2024

Fjórum sinnum tvíkelfd

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kýrin Ræma frá Miðdal í Kjós er einstaklega frjósöm og hefur átt tíu kálfa í sex burðum.

Hafþór Finnbogason, bóndi í Miðdal, segir tíðni tvíkelfinga hafa verið óvenju mikla hjá sínum kúm síðustu ár, eða 8,3 prósent. Fremur sjaldgæft sé að kýr beri tveimur kálfum í einu og vísar hann til BS ritgerðar frá LbhÍ frá 2021 sem sýndi fram á að tíðni tvíkelfingsburða væri á bilinu 1,40 til 1,96 prósent á árunum 2009 til 2019.

Ræma hefur farið í gegnum sex meðgöngur og í síðustu fjögur skipti átti hún tvíkelfinga. Þetta eru því samtals tíu kálfar, en níu af þeim fæddust lifandi. Tvisvar fæddust tvö naut, en í hin tvö skiptin naut á móti kvígu. Þær kvígur reyndust báðar ófrjóar, sem er nær algilt þegar þær eru tvíkelfingar á móti nauti.

Ræma er jafnframt mjög frjósöm í þeim skilningi að hún hefur haldið jöfnum burðartíma. Fyrsta kálfinn átti hún í lok nóvember 2018 og nú síðast komu tveir á nýársdag. Ræma er fædd í maí 2016 og er undan heimanauti út af Ófeigi 02016, en móðurfaðir hennar er Djass 11029. Hún hefur reynst heilbrigð og mjólkað að jafnaði yfir búsmeðalt

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...