Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Kýrin Ræma ásamt nýbornum tvíkelfingum.
Kýrin Ræma ásamt nýbornum tvíkelfingum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. febrúar 2024

Fjórum sinnum tvíkelfd

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kýrin Ræma frá Miðdal í Kjós er einstaklega frjósöm og hefur átt tíu kálfa í sex burðum.

Hafþór Finnbogason, bóndi í Miðdal, segir tíðni tvíkelfinga hafa verið óvenju mikla hjá sínum kúm síðustu ár, eða 8,3 prósent. Fremur sjaldgæft sé að kýr beri tveimur kálfum í einu og vísar hann til BS ritgerðar frá LbhÍ frá 2021 sem sýndi fram á að tíðni tvíkelfingsburða væri á bilinu 1,40 til 1,96 prósent á árunum 2009 til 2019.

Ræma hefur farið í gegnum sex meðgöngur og í síðustu fjögur skipti átti hún tvíkelfinga. Þetta eru því samtals tíu kálfar, en níu af þeim fæddust lifandi. Tvisvar fæddust tvö naut, en í hin tvö skiptin naut á móti kvígu. Þær kvígur reyndust báðar ófrjóar, sem er nær algilt þegar þær eru tvíkelfingar á móti nauti.

Ræma er jafnframt mjög frjósöm í þeim skilningi að hún hefur haldið jöfnum burðartíma. Fyrsta kálfinn átti hún í lok nóvember 2018 og nú síðast komu tveir á nýársdag. Ræma er fædd í maí 2016 og er undan heimanauti út af Ófeigi 02016, en móðurfaðir hennar er Djass 11029. Hún hefur reynst heilbrigð og mjólkað að jafnaði yfir búsmeðalt

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...