Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Einar Freyr Elínarson, Guðfinna Harpa Árnadóttir, Trausti Hjálmarsson og Sigurður Þór Guðmundsson.
Einar Freyr Elínarson, Guðfinna Harpa Árnadóttir, Trausti Hjálmarsson og Sigurður Þór Guðmundsson.
Mynd / Facebook-síður
Fréttir 3. apríl 2019

Fjórir lýsa yfir framboði til formanns Landssamtaka sauðfjárbænda - uppfært

Höfundur: smh

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda verður haldinn í Bændahöllinni 4. og 5. apríl. Ljóst er að Oddný Steina Valsdóttir, formaður samtakanna, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Að undanförnu hafa fjórir bændur stigið fram á vettvangi Facebook og lýst yfir framboði til formennsku.

Fyrstur til að gefa það út að hann sæktist eftir embættinu var Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimahjáleigu, en hann gerði það 15. mars. Trausti Hjálmarsson, bóndi í Austurhlíð 2, tilkynnti um framboð í gær og stuttu síðar gaf Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi, það út að hún gæfi kost á sér. Í hádeginu í dag bættist fjórði sauðfjárbóndinn í hóp frambjóðenda, þegar Sigurður Þór Guðmundsson í Holti tilkynnti á Facebook-síðunni Sauðfjárbændur, að hann gæfi kost á sér.

Tilkynna þarf framboð á morgun

Tilkynna skal framboð til formanns til fundarstjóra aðalfundar á fyrri degi aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda, sem er á morgun. Séu tveir eða fleiri sem tilkynna framboð skal einungi kosið bundinni kosningu milli þeirra sem tilkynna framboð.  

Nýsköpun og þróun afurða

Einar Freyr var formaður Samtaka ungra bænda árin 2014-2018 og hefur verið formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu síðustu tvö ár. Hann hefur einnig verið oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps síðustu tvö ár. Hann skrifaði nýverið grein á bbl.is þar sem hann segir meðal annars skoðun sína á kjaramálum sauðfjárbænda og verðlagsmálum búvara. „Það er ýmislegt sem má breyta þegar kemur að landbúnaði. Við þurfum ávallt að styðja við nýsköpun og þróa áfram afurðir okkar í takti við kröfur neytenda. Við eigum að þróa eins og við getum framleiðslu nýrra búvara og nýta það sem íslensk náttúra býður upp á.

Sú breyting sem liggur hins vegar mest á er þessi; að verslanir endurskoði álagningu sína á matvöru þannig að svigrúm gefist til þess að bæði lækka verð til neytenda og auka hlutdeild bænda í söluverði vörunnar.“

Munum ná vopnum okkar

Trausti hefur setið í stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda síðastliðin tvö ár. Í tilkynningu sinni á Facebook segir hann um stöðu sauðfjárbænda: „Nýlega undirrituðu sauðfjárbændur samkomulag milli ríkis og bænda og síðan var kosning meðal bænda um endurskoðun sauðfjársamnings þar sem undirritað samkomulag var samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Niðurstaða kosninganna er alveg skýr, bændur vilja halda í ærgildin. Og eftir þessu samkomulagi verður unnið.

Staða sauðfjárbænda er vissulega misjöfn. Við búum við mjög breytilegar aðstæður hvort sem er búsetulega og/eða innan stuðningskerfisins. Það er trú mín að í nýsamþykktu samkomulagi sé verið að feta skrefin í rétta átt til jöfnunar meðal bænda en það mun ekki gerast á einni nóttu.

Margir sauðfjárbændur hafa hætt búskap eða fækkað verulega á síðustu tveimur árum og snúið sér að öðrum störfum. Það er alveg ljóst að ef ekki verður verulegur viðsnúningur á afurðaverði á komandi hausti munu enn fleiri bændur hugsa sinn gang. Til hvers er barist? Ef ekki á að halda áfram að veikja hinir dreifðu byggðir landsins, þá verða sauðfjárbændur að sjá framúr rekstrarerfiðleikum sinna búa.

Við erum að ná framleiðslujafnvægi. Jafnvægi milli þess sem við seljum á innanlandsmarkað og þess magns sem við flytjum út. Útfluttningur á aldrei að vera hugsaður í miklu magni, til þess erum við of smá. Við getum hinsvegar vandað okkur við það að selja það sem fer út á betur borgandi markaði. Þeir eru til og þangað munum við að ná hægt en örugglega.

Það hefur margt breyst á síðastliðnum árum, framleiðsla hefur minnkað og því ekki lengur þessi mikla spenna á markaði. Í ljósi þess þá er ekki annað að sjá en að afurðastöðvar eigi að geta rétt hlut okkar bænda næsta haust.

Með áframhaldandi góðum framleiðsluháttum og öflugri markaðssetningu vörunnar þá munum við ná vopnum okkar að nýju.“

Öflug markaðssetning á eftirsóttri gæðavöru

Guðfinna Harpa starfar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og hefur áður starfað hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Í tilkynningu hennar segir: „Á undanförnum vikum hef ég íhugað hvert ég vil sjá sauðfjárrækt, sauðfjárbændur og Landssamtök sauðfjárbænda stefna. Hvatinn að þeim vangaveltum mínum er að hluta til rekstrarstaða sauðfjárbúa út frá mjög lækkuðu afurðaverði undanfarinna ára, að hluta til nýsamþykkt endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar og svo sú staðreynd að Oddný Steina Valsdóttir formaður landssamtakanna hefur ákveðið að að draga sig í hlé eftir góð og mikil störf á krefjandi tímum.

Mín sýn á framtíð sauðfjárbúskapar á Íslandi, dregin saman í örfá orð, er björt og sé ég fyrir mér að hún muni byggja á öflugri markaðssetningu, hérlendis og erlendis, á einstakri og eftirsóttri gæðavöru sem framleidd er af metnaðarfullum bændum sem standa þétt saman um stóru málin þrátt fyrir að þeir reki hver sitt fyrirtæki á sinn hátt.

Markmið eins og þau sem ég set fram hér að framan nást ekki af sjálfu sér og þarf þá hver og einn að meta hvað hann getur lagt af mörkum. Ég á auðvelt með að ná yfirsýn, er heiðarleg, dugleg og sjálfstæð í vinnubrögðum en á líka gott með að vinna með fólki og virkja fólk með mér vegna þess að ég hlusta á fjölbreytt sjónarmið og er tilbúin að miðla upplýsingum til fólks.“

Sigurður Þór Guðmundsson er í varastjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fyrrverandi ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og Bændasamtökum Íslands.

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Gerum okkur dagamun
12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun