Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Atli Erlendsson, Axel Clausen, Steinn Óskar Sigurðsson og Kristófer H. Lord.
Atli Erlendsson, Axel Clausen, Steinn Óskar Sigurðsson og Kristófer H. Lord.
Mynd / Rafn Rafnsson
Fréttir 24. febrúar 2015

Fjórir keppa til úrslita um nafnbótina Matreiðslumaður ársins

Höfundur: smh

Úrslit liggja fyrir um hverjir koma til með að keppa um titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 sunnudaginn 1. mars, en undankeppni var haldin í gær mánudag.

Tíu matreiðslumenn tóku þátt í undanúrslitakeppninni sem haldin var á veitingastaðnum Kolabrautinni og tryggðu fjórir matreiðslumenn sér þátttökurétt í úrslitunum; þeir Atli Erlendsson  (Grillið Hótel Saga), Axel Clausen (Fiskmarkaðurinn), Kristófer Hamilton Lord (Lava Bláa Lónið) og Steinn Óskar Sigurðsson (Vodafone).

Í lokakeppninni, sem verður haldin í Hörpu 1. mars munu keppendur standa frammi fyrir krefjandi og skemmtilegu verkefni, en þeim ber að elda forrétt og aðalrétt úr hráefnum upp úr óvissukörfu sem þeir fá kvöldið fyrir keppni. Tveir keppendur munu keppa fyrir hádegi og tveir eftir hádegi, en þeir hafa þrjá og hálfan tíma til að elda réttina sína fyrir sex gesti.

Úrslit verða kynnt með verðlaunaafhendingu klukkan 17 á sunnudaginn. Gestir og gangandi eru hvattir til að mæta og fylgjast með, en nóg verður um að vera fyrir sælkera í Hörpu þar sem matarmarkaður Búrsins verður haldinn í húsinu sömu helgi, auk þess sem viðburðir sem fylgja setningu Búnaðarþings þennan dag munu setja svip sinn á þessa matarhátíð.

21 myndir:

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.