Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Atli Erlendsson, Axel Clausen, Steinn Óskar Sigurðsson og Kristófer H. Lord.
Atli Erlendsson, Axel Clausen, Steinn Óskar Sigurðsson og Kristófer H. Lord.
Mynd / Rafn Rafnsson
Fréttir 24. febrúar 2015

Fjórir keppa til úrslita um nafnbótina Matreiðslumaður ársins

Höfundur: smh

Úrslit liggja fyrir um hverjir koma til með að keppa um titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 sunnudaginn 1. mars, en undankeppni var haldin í gær mánudag.

Tíu matreiðslumenn tóku þátt í undanúrslitakeppninni sem haldin var á veitingastaðnum Kolabrautinni og tryggðu fjórir matreiðslumenn sér þátttökurétt í úrslitunum; þeir Atli Erlendsson  (Grillið Hótel Saga), Axel Clausen (Fiskmarkaðurinn), Kristófer Hamilton Lord (Lava Bláa Lónið) og Steinn Óskar Sigurðsson (Vodafone).

Í lokakeppninni, sem verður haldin í Hörpu 1. mars munu keppendur standa frammi fyrir krefjandi og skemmtilegu verkefni, en þeim ber að elda forrétt og aðalrétt úr hráefnum upp úr óvissukörfu sem þeir fá kvöldið fyrir keppni. Tveir keppendur munu keppa fyrir hádegi og tveir eftir hádegi, en þeir hafa þrjá og hálfan tíma til að elda réttina sína fyrir sex gesti.

Úrslit verða kynnt með verðlaunaafhendingu klukkan 17 á sunnudaginn. Gestir og gangandi eru hvattir til að mæta og fylgjast með, en nóg verður um að vera fyrir sælkera í Hörpu þar sem matarmarkaður Búrsins verður haldinn í húsinu sömu helgi, auk þess sem viðburðir sem fylgja setningu Búnaðarþings þennan dag munu setja svip sinn á þessa matarhátíð.

21 myndir:

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...