Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Goes 625 og 520 með skóflunni og veltiboga.
Goes 625 og 520 með skóflunni og veltiboga.
Mynd / HLJ
Fræðsluhornið 16. ágúst 2016

Fjórhjól sem henta bæði til vinnu og ferðalaga

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í byrjun júlí bauð Jóhannes Bjarnason, sviðsstjóri verslunarsviðs hjá Jötunn vélum, mér að prófa tvö fjórhjól sem fyrirtækið selur.
 
Við mæltum okkur mót á æfinga- og keppnissvæði Vél­hjóla­íþróttaklúbbsins í Bola­öldum gegnt Litlu kaffistofunni í Svínahrauni. Jóhannes mætti með tvö Goes fjórhjól, annars vegar hjól sem heitir 520 og hitt sem heitir 625. Eftir að hafa klætt mig í öryggisfatnaðinn minn var kominn tími á stutta prófun á hvoru hjóli.  
 
Goes 520
 
Ég byrjaði á að prófa 520 hjólið. Ástæða þess að ég valdi minna hjólið fyrst var að á því var veltibogi frá Lifeguard þar sem ég taldi mig orðinn heldur ryðgaðan í akstri fjórhjóla. Hvort það var öryggistil­finningin að vita af veltiboganum fyrir aftan mig þá þorði ég strax að taka vel á hjólinu í motocrossbrautinni. Þrátt fyrir að vélin væri ekki nema 500 cc var krafturinn nægur til að hafa gaman af hjólinu. Í beygjunum var gott að hafa rafmagnsstýrið sem hjálpaði við að létta stýringu út úr kröppum beygjunum. Við nánari skoðun á fjórhjólinu sá ég strax, miðað við fyrri fjórhjól sem ég hef prófað sem framleidd voru í Kína, að allur frágangur á rafmagnssnúrum er mun betri en var fyrir 3–6 árum. Fjöðrunin er töluvert mýkri en var á eldri „Kínahjólum“ og greinilegt að þeir eru að taka sig á í vandaðri framleiðslu.
 
625 hjólið meira ferðatæki
 
Sami hringur var tekinn á stærra hjólinu og munurinn var töluverður. Stífari fjöðrun, en hægt er að stilla gasdemparana bæði framan og aftan, stýring aðeins þyngri og greinilega meira tog og kraftur. Miðað við minna hjólið hentar 625 hjólið betur til lengri ferða, aksturs með farþega og að draga kerru (bæði fjórhjólin koma með 50 mm dráttarkúlu). Ljósabúnaðurinn er betri á 625 hjólinu, en á því eru ledljós að framan sem ekki er á minna hjólinu. Á farangursgrindina aftan á var búið að setja stóran farangurskassa á 625 hjólið sem er aukabúnaður, en burðargeta farangursgrindanna á hjólunum er um 100 kg. 625 hjólið er á 14 tommu álfelgum. Það hefur þann kost að hægt er að kaupa venjuleg nagladekk sem ætluð eru fólksbílum sé verið að nota hjólið mikið í hálku og snjó.
 
Goes fjórhjólin eru afrakstur samvinnu
 
Goes er franskt fyrirtæki stofnað af nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Bombardier árið 2005. Frá upphafi hefur áherslan verið lögð á framleiðslu einfaldra og vandaðra vinnuhjóla og eru hjólin í dag seld í 15 Evrópulöndum og framleiðslan er um 4.000 hjól á ári. Hönnunarvinna kemur frá Frakklandi, en sem dæmi þá er grind ættuð frá Yamaha, mótor og drif frá CF Moto, en hjólin eru sett saman í CF Moto verksmiðjunum. Bæði hjólin eru með spili, en þess ber að geta að bæði hjólin á myndunum eru með aukabúnaði. Smærra hjólið er með veltiboga en stærra hjólið er með farangurskassa. Þegar ég spurði Jóhannes um hvort tryggingar gefi ekki góðan afslátt af tryggingum á fjórhjólum sem eru útbúin með veltiboga eins og smærra hjólið varð ég satt best að segja hissa hvað afslátturinn var lítill. Samkvæmt ástralskri forvarnargrein um þessa veltiboga er þar í landi gefinn allt að 50% afsláttur á tryggingum fjórhjóla með veltiboga.
 
Samanburður, verð og mál
 
Að velja á milli hjólanna er frekar vandasamt, en sennilega myndi ég hafa það svona: Til léttrar vinnu samanber girðingarvinnu og eftirlit með búfé mundi ég velja 520 hjólið. Sé mikið verið í lengri ferðum (á ég þar við 30 mín. akstur eða meira) myndi ég velja stærra hjólið. Verðmunurinn er ekki mikill, en stærra hjólið kostar 1.590.000 kr. og það minna 1.397.000 krónur. 

6 myndir:

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...