Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fjölskylduhátíðin Saman gegn matarsóun
Fréttir 4. september 2014

Fjölskylduhátíðin Saman gegn matarsóun

„Saman gegn matarsóun“ (United Against Food Waste Nordic) er norræn samvinna sem vinnur að því að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslunnar og neyslu. Viðburðir undir þessu merki verða haldnir á öllum Norðurlöndunum í júní-október 2014 og á Íslandi verður blásið til hátíðarinnar „Saman gegn matarsóun“ í Hörpu, laugardaginn 6. september kl 13-18. Markmið þessa samvinnuverkefnis er að koma matarsóun í umræðuna á Norðurlöndunum og finna raunverulegar lausnir til að draga úr henni. Það er nauðsynlegt að ná til allra í „fæðu“ keðjunni: matvælaframleiðenda, dreifingaraðila, birgja, stjórnmálamanna og almennra neytenda.

Um 30% af mat í heiminum er sóað. Íslendingar eru þar engin undantekning. Þessi gífurlega matarsóun er málefni sem skiptir miklu máli á lands- og heimsvísu og varðar umhverfismál, efnahagsmál og samfélagslega ábyrgð.

Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er Selina Juul, danskur baráttumaður gegn matarsóun sem er handhafi Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og forsprakki samtakanna "Stop spild af mad" hreyfingarinnar í Danmörku og hefur vakið mikla athygli fyrir skelegga frammistöðu sína í þágu málefnisins. Þá mun taka þátt Tristram Stuart en hann er mikilsmetinn fyrirlesari um matarsóun og hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir baráttuna gegn matarsóun, Sophie Prize, árið 2011.

Skipuleggjendur hátíðarinnar eru Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi, en jafnframt veita fjölmargir aðilar hátíðinni stuðning, þar á meðal Norræna ráðherranefndin og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Hátíðin samanstendur af stuttum fyrirlestrum og jafnframt munu fyrirtæki, frumkvöðlar og frjáls félagasamtök með kynningar sem tengjast efni hátíðarinnar. Kíkið á matarsoun.is og kynnið ykkur málið. 

 

Dagskrá:

Í Silfurbergi, Hörpu
Kynnar: Guðfinnur Sigurvinsson og Guðbjörg Gissurardóttir

13:00-13:10 Opnun hátíðarinnar og kynning á dagskrá
13:10-13:25 Opnunarræða borgarstjóra Reykjavíkur – Dagur B. Eggertsson
13:25-13:30 Kynning á skipuleggjendum hátíðarinnar:
Landvernd. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Saman gegn matarsóun
Kvenfélagasamband Íslands. Una María Óskarsdóttir, forseti KÍ
Vakandi. Rakel Garðarsdóttir stofnandi Vakandi

14:00-14:15 Selina Juul, stofnandi ,,Stop spild af mad” hreyfingarinnar í Danmörku
15:00-15:10 Matvælastofnun. Jónína Stefánsdóttir
15:10-15:20 Matís. Hrönn Ólína Jörundsdóttir
15:20-15:30 Landspítalinn. Heiða Björg Hilmisdóttir
16:00-16:15 Tristram Stuart, breskur rithöfundur og talsmaður gegn matarsóun
16:15-16:25 Crowbar – insect powered energy. Stefán Atli Thoroddsen
17:00-17:15 Samhjálp. Vilhjálmur Svan
17:15-17:30 Borgarbýli, Seljagarðar. Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir
Í Silfurbergi og á Eyri verða eftirfarandi aðilar með kynningu á starfsemi sinni: Ankra, Bónus,
Eigenda og ræktendafélag Landnámshænsna, IKEA, Í boði náttúrunnar, Íslenskur matur og
matarmenning, Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd, Litli Bóndabærinn, Matarbýtti, Náttúran.is,
Neytendastofa, Pokalausi dagurinn, Samhjálp, Seljagarður-Borgarbýli, Slow Food Reykjavík,
Uppskeran, Vakandi og Velbú.

Þórunn Clausen leikkona verður með leiklestur úr bókunum

4 myndir:

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...