Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjölskylduhátíðin Saman gegn matarsóun
Fréttir 4. september 2014

Fjölskylduhátíðin Saman gegn matarsóun

„Saman gegn matarsóun“ (United Against Food Waste Nordic) er norræn samvinna sem vinnur að því að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslunnar og neyslu. Viðburðir undir þessu merki verða haldnir á öllum Norðurlöndunum í júní-október 2014 og á Íslandi verður blásið til hátíðarinnar „Saman gegn matarsóun“ í Hörpu, laugardaginn 6. september kl 13-18. Markmið þessa samvinnuverkefnis er að koma matarsóun í umræðuna á Norðurlöndunum og finna raunverulegar lausnir til að draga úr henni. Það er nauðsynlegt að ná til allra í „fæðu“ keðjunni: matvælaframleiðenda, dreifingaraðila, birgja, stjórnmálamanna og almennra neytenda.

Um 30% af mat í heiminum er sóað. Íslendingar eru þar engin undantekning. Þessi gífurlega matarsóun er málefni sem skiptir miklu máli á lands- og heimsvísu og varðar umhverfismál, efnahagsmál og samfélagslega ábyrgð.

Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er Selina Juul, danskur baráttumaður gegn matarsóun sem er handhafi Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og forsprakki samtakanna "Stop spild af mad" hreyfingarinnar í Danmörku og hefur vakið mikla athygli fyrir skelegga frammistöðu sína í þágu málefnisins. Þá mun taka þátt Tristram Stuart en hann er mikilsmetinn fyrirlesari um matarsóun og hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir baráttuna gegn matarsóun, Sophie Prize, árið 2011.

Skipuleggjendur hátíðarinnar eru Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi, en jafnframt veita fjölmargir aðilar hátíðinni stuðning, þar á meðal Norræna ráðherranefndin og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Hátíðin samanstendur af stuttum fyrirlestrum og jafnframt munu fyrirtæki, frumkvöðlar og frjáls félagasamtök með kynningar sem tengjast efni hátíðarinnar. Kíkið á matarsoun.is og kynnið ykkur málið. 

 

Dagskrá:

Í Silfurbergi, Hörpu
Kynnar: Guðfinnur Sigurvinsson og Guðbjörg Gissurardóttir

13:00-13:10 Opnun hátíðarinnar og kynning á dagskrá
13:10-13:25 Opnunarræða borgarstjóra Reykjavíkur – Dagur B. Eggertsson
13:25-13:30 Kynning á skipuleggjendum hátíðarinnar:
Landvernd. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Saman gegn matarsóun
Kvenfélagasamband Íslands. Una María Óskarsdóttir, forseti KÍ
Vakandi. Rakel Garðarsdóttir stofnandi Vakandi

14:00-14:15 Selina Juul, stofnandi ,,Stop spild af mad” hreyfingarinnar í Danmörku
15:00-15:10 Matvælastofnun. Jónína Stefánsdóttir
15:10-15:20 Matís. Hrönn Ólína Jörundsdóttir
15:20-15:30 Landspítalinn. Heiða Björg Hilmisdóttir
16:00-16:15 Tristram Stuart, breskur rithöfundur og talsmaður gegn matarsóun
16:15-16:25 Crowbar – insect powered energy. Stefán Atli Thoroddsen
17:00-17:15 Samhjálp. Vilhjálmur Svan
17:15-17:30 Borgarbýli, Seljagarðar. Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir
Í Silfurbergi og á Eyri verða eftirfarandi aðilar með kynningu á starfsemi sinni: Ankra, Bónus,
Eigenda og ræktendafélag Landnámshænsna, IKEA, Í boði náttúrunnar, Íslenskur matur og
matarmenning, Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd, Litli Bóndabærinn, Matarbýtti, Náttúran.is,
Neytendastofa, Pokalausi dagurinn, Samhjálp, Seljagarður-Borgarbýli, Slow Food Reykjavík,
Uppskeran, Vakandi og Velbú.

Þórunn Clausen leikkona verður með leiklestur úr bókunum

4 myndir:

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...