Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Væntanlegir útskriftarnemar búvísinda og hestafræða LbhÍ vorið 2023. Frá vinstri: Sigurjón Már Kristinsson, Heidi Laubert Andersen, Ragnheiður Árnadóttir, Gunnhildur Gísladóttir, Gunnhildur Birna Björnsdóttir, Stella Dröfn Bjarnadóttir, Oddleifur Eiríksson og Melkorka Ægisdóttir. Á myndina vantar Heru Sól Hafsteinsdóttur og Þórdísi Halldórsdóttur.
Væntanlegir útskriftarnemar búvísinda og hestafræða LbhÍ vorið 2023. Frá vinstri: Sigurjón Már Kristinsson, Heidi Laubert Andersen, Ragnheiður Árnadóttir, Gunnhildur Gísladóttir, Gunnhildur Birna Björnsdóttir, Stella Dröfn Bjarnadóttir, Oddleifur Eiríksson og Melkorka Ægisdóttir. Á myndina vantar Heru Sól Hafsteinsdóttur og Þórdísi Halldórsdóttur.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 4. maí 2023

Fjölbreytt lokaverkefni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nemendur í búvísindum og hestafræðum hjá Landbúnaðarháskóla Íslands héldu í lok marsmánaðar kynningu á BS verkefnum sínum. Efnisval verkefna var með fjölbreyttasta móti.

„Nemendurnir ljúka sinni BS námsvegferð við skólann með útskrift þann 2. júní nk. Hópurinn telur tíu manns og fjölbreytni verkefnanna jafn mikil og fjöldi nemendanna. Efnisval er háð áhugasviði nemenda og frumkvæðið oftar en ekki þeirra um endanlegt val viðfangsefnisins. Leiðbeinendur verkefnanna eru starfsmenn skólans og, eftir því sem við á, fræðifólk viðkomandi fagsviðs starfandi í greininni á öðrum stofnunum eða fyrirtækjum,“ segir í tilkynningu frá Landbúnaðarháskólanum. Í ár eru viðfangsefnin eftirfarandi:

  • Gunnhildur Birna Björnsdóttir: Tíðni magasára í íslenskum hrossum
  • Gunnhildur Gísladóttir: Nýtt kynbótamat íslenska byggverkefnisins
  • G. Þórdís Halldórsdóttir: Samband brjóstmáls og þunga hjá kálfum í uppeldi fyrsta árið
  • Heidi Laubert Andersen: Riðuveiki, saga og vörn gegn útbreiðslu í þrem löndum
  • Hera Sól Hafsteinsdóttir: Erfðabreytileiki í MC1R geninu í muskóttum (glóbrúnum) íslenskum hrossum
  • Melkorka Ægisdóttir: Atferlisrannsókn kúa í burðarstíu og geldkúastíu
  • Oddleifur Eiríksson: Hagkvæmniathugun kornþurrkunarstöðvar í Eyjafirði
  • Ragnheiður Árnadóttir: Samanburður á ull á feldfjárlömbum og annarri lambsull
  • Sigurjón Már Kristinsson: Bætiefni í kjúklingafóðri
  • Stella Dröfn Bjarnadóttir: Hvernig best er að fóðra fleirlembur þannig að þær skili þrem eða fleiri lömbum að vori

Í kjölfar útskriftar fara verkefnin í gagnabanka sem varðveitir lokaverkefni nemenda háskóla landsins. Fyrir áhugasama má finna verkefnin á vefslóðinni skemman.is þar sem m.a.má leita eftir höfundi, efnisorði og titli.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...