Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Væntanlegir útskriftarnemar búvísinda og hestafræða LbhÍ vorið 2023. Frá vinstri: Sigurjón Már Kristinsson, Heidi Laubert Andersen, Ragnheiður Árnadóttir, Gunnhildur Gísladóttir, Gunnhildur Birna Björnsdóttir, Stella Dröfn Bjarnadóttir, Oddleifur Eiríksson og Melkorka Ægisdóttir. Á myndina vantar Heru Sól Hafsteinsdóttur og Þórdísi Halldórsdóttur.
Væntanlegir útskriftarnemar búvísinda og hestafræða LbhÍ vorið 2023. Frá vinstri: Sigurjón Már Kristinsson, Heidi Laubert Andersen, Ragnheiður Árnadóttir, Gunnhildur Gísladóttir, Gunnhildur Birna Björnsdóttir, Stella Dröfn Bjarnadóttir, Oddleifur Eiríksson og Melkorka Ægisdóttir. Á myndina vantar Heru Sól Hafsteinsdóttur og Þórdísi Halldórsdóttur.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 4. maí 2023

Fjölbreytt lokaverkefni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nemendur í búvísindum og hestafræðum hjá Landbúnaðarháskóla Íslands héldu í lok marsmánaðar kynningu á BS verkefnum sínum. Efnisval verkefna var með fjölbreyttasta móti.

„Nemendurnir ljúka sinni BS námsvegferð við skólann með útskrift þann 2. júní nk. Hópurinn telur tíu manns og fjölbreytni verkefnanna jafn mikil og fjöldi nemendanna. Efnisval er háð áhugasviði nemenda og frumkvæðið oftar en ekki þeirra um endanlegt val viðfangsefnisins. Leiðbeinendur verkefnanna eru starfsmenn skólans og, eftir því sem við á, fræðifólk viðkomandi fagsviðs starfandi í greininni á öðrum stofnunum eða fyrirtækjum,“ segir í tilkynningu frá Landbúnaðarháskólanum. Í ár eru viðfangsefnin eftirfarandi:

  • Gunnhildur Birna Björnsdóttir: Tíðni magasára í íslenskum hrossum
  • Gunnhildur Gísladóttir: Nýtt kynbótamat íslenska byggverkefnisins
  • G. Þórdís Halldórsdóttir: Samband brjóstmáls og þunga hjá kálfum í uppeldi fyrsta árið
  • Heidi Laubert Andersen: Riðuveiki, saga og vörn gegn útbreiðslu í þrem löndum
  • Hera Sól Hafsteinsdóttir: Erfðabreytileiki í MC1R geninu í muskóttum (glóbrúnum) íslenskum hrossum
  • Melkorka Ægisdóttir: Atferlisrannsókn kúa í burðarstíu og geldkúastíu
  • Oddleifur Eiríksson: Hagkvæmniathugun kornþurrkunarstöðvar í Eyjafirði
  • Ragnheiður Árnadóttir: Samanburður á ull á feldfjárlömbum og annarri lambsull
  • Sigurjón Már Kristinsson: Bætiefni í kjúklingafóðri
  • Stella Dröfn Bjarnadóttir: Hvernig best er að fóðra fleirlembur þannig að þær skili þrem eða fleiri lömbum að vori

Í kjölfar útskriftar fara verkefnin í gagnabanka sem varðveitir lokaverkefni nemenda háskóla landsins. Fyrir áhugasama má finna verkefnin á vefslóðinni skemman.is þar sem m.a.má leita eftir höfundi, efnisorði og titli.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...