Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjögurra ára ungbóndi úr Þistilfirði samdi bestu sögu leikskólanema
Fólkið sem erfir landið 17. nóvember 2015

Fjögurra ára ungbóndi úr Þistilfirði samdi bestu sögu leikskólanema

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fjögurra ára piltur í Svalbarðshreppi, Kjartan Kurt Gunnarsson, samdi bestu söguna í flokki leikskólanemenda í smásagnasamkeppni sem Kennarasamband Íslands og Heimili og skóli efndu til í september.  
 
Að sögn Gunnars Kjartans Þorleifssonar og Inu Leverköhne var smásagnasamkeppnin haldin meðal nemenda á öllum skólastigum. Þema keppninnar var „kennarinn“. Þriggja manna dómnefnd mat allar sögur og valdi bestu söguna í fjórum aldurshópum.
 
Kjartan Kurt Gunnarsson er 4 og hálfs árs gamall, kátur og áhugasamur ungbóndi á sauðfjár- og geitabúi í Þistilfirði. Hann er alltaf spenntur fyrir og tilbúinn til þess að láta lesa bækur fyrir sig, og það er lesið fyrir hann alla daga. Mesta yndið hefur Kjartan af bókum er fjalla um tæki og tól, svo sem í landbúnaði, á bílaverkstæði, við húsasmíði, á sjúkrahúsi o.fl.
 
Kjartan er ákaflega hugmyndaríkur bæði í huga og framkvæmd og mjög duglegur að skapa nýja hluti og nýjar sögur. Þá elskar hann að semja og segja heillangar og flóknar sögur þar sem uppspuni og frásögn blandast gjarnan á ótrúlegastan hátt. Verðlaunasagan hans er gott dæmi um það.
 
Verðlaun fyrir fjórar bestu sögurnar voru afhent við hátíðlega athöfn í Kennarahúsinu í Reykjavík á Alþjóðadegi kennara þann 5. október. Kjartan Kurt skrapp að sjálfsögðu suður til þess að taka við verðlaunum sínum og var hæst­ánægður og glaður. Saga Kjartans er svona:
 
Kennari minn
 
Kennari minn heitir Sidda Líf og hún missti skóinn á götunni. Þá tók hún skóinn og klæddi sig aftur í. Bíllinn stoppaði strax þegar hann sá skómerkið. Hún fór í leikskólann og klæddi sig í stíbba.
 
Ég ætla að segja um annan kennara sem heitir Halla. Hún var að smíða tölvu fyrir mig úr spýtum og pappír og blöðum. Það er sko í þykjustunni svona spýtu með svona kringlótt oná.
 
Ég vil að Sidda Líf leiki djús og ég vil hafa leikrit í leikskólanum.
 
Nú er sagan búin. 

2 myndir:

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...