Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjarskiptamálin á dagskrá
Fréttir 8. desember 2014

Fjarskiptamálin á dagskrá

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í tillögum vegna fjárlaga fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir um 300 milljóna króna tímabundnu  framlagi til fyrsta áfanga framkvæmda við fyrirhugaða fjarskiptaáætlun.

Í áætluninni munu koma fram töluleg markmið næstu ára um ljósleiðaravæðingu og uppbyggingu annarra fjarskipta á komandi árum. Gert er ráð fyrir að áætlunin verði lögð fyrir Alþingi á næstu mánuðum. Þarna er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir íbúa  í hinum dreifðu byggðum og hefur þetta m.a. verið baráttumál búnaðarþings og Bændasamtaka Íslands um árabil.

Í drögum er m.a. gert ráð fyrir vinnu við skipu­lagningu, áætlunargerð og kortlagningu stjórnvalda með innviðagagnagrunni sem talið er að kosti um 40 milljónir króna á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir verkefnum við að tengja ótengda staði og/eða hringtengingar landsvæða og miðað við að um 200 milljónir króna verði varið til þeirra.

Að auki er stefnt að öðrum verkefnum í framhaldinu, svo sem hringtengingu landsvæða með meira en 5.000 íbúa og eflingu stofnnets og uppbyggingu ljósleiðaranets þar sem m.a. er horft til eflingar brothættra byggða.

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...