Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fjarskiptamálin á dagskrá
Fréttir 8. desember 2014

Fjarskiptamálin á dagskrá

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í tillögum vegna fjárlaga fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir um 300 milljóna króna tímabundnu  framlagi til fyrsta áfanga framkvæmda við fyrirhugaða fjarskiptaáætlun.

Í áætluninni munu koma fram töluleg markmið næstu ára um ljósleiðaravæðingu og uppbyggingu annarra fjarskipta á komandi árum. Gert er ráð fyrir að áætlunin verði lögð fyrir Alþingi á næstu mánuðum. Þarna er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir íbúa  í hinum dreifðu byggðum og hefur þetta m.a. verið baráttumál búnaðarþings og Bændasamtaka Íslands um árabil.

Í drögum er m.a. gert ráð fyrir vinnu við skipu­lagningu, áætlunargerð og kortlagningu stjórnvalda með innviðagagnagrunni sem talið er að kosti um 40 milljónir króna á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir verkefnum við að tengja ótengda staði og/eða hringtengingar landsvæða og miðað við að um 200 milljónir króna verði varið til þeirra.

Að auki er stefnt að öðrum verkefnum í framhaldinu, svo sem hringtengingu landsvæða með meira en 5.000 íbúa og eflingu stofnnets og uppbyggingu ljósleiðaranets þar sem m.a. er horft til eflingar brothættra byggða.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...