Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fjármagn til Kew skorið niður
Skoðun 17. júlí 2014

Fjármagn til Kew skorið niður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Grænn litur er sagður róandi og oft notaður þar sem fólk á að slappa af. Grænt er samt ekki bara grænt því liturinn er til í margs konar tónum. Í grasagarðinum í Kew í London má sjá margar útgáfur af grænum lit, allt frá dökkgrænum laufum frumskógartrjáa yfir í eiturgræn blöð kjötætuplantnanna.

Gildi grasagarða er meira en margir halda því auk þess að vera sýningarsvæði fer þar fram mikilvægt vísindastarf.

Þegar ég var í námi í ethnobotany fór hluti námsins fram í Kew-garðinum og þar kynntist ég því gríðarlega mikla og mikilvæga vísindastarfi sem þar á sér stað bak við tjöldin. Mér brá því illilega í vor þegar ég sá að fjárveitingar til garðsins hafa dregist saman um hátt í fimm milljón pund á skömmum tíma, en það jafngildir hátt í milljarði króna.

Stjórnendur garðsins hafa bent á að slíkur niðurskurður muni lama starfsemi garðsins og að segja verði upp um 125 starfsmönnum vegna hans.

Kew hýsir eitt stærsta safn í heimi af þurrkuðum plöntum og eru mörg þeirra frumeintök sem notuð eru til að greinaplöntur í tegundir. Þar er einnig að finna margar af sjaldgæfustu plöntum í heimi, sem sumar eru taldar útdauðar í náttúrunni, gríðarlegt safn af handverki, vörum og hlutum úr plöntum. Fyrir utan sýningarsvæðið sem er opið almenningi.

Attenborough til hjálpar

Fyrir skömmu gengu Jane Goodall, sem þekktust er fyrir rannsóknir sínar á simpönsum, og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough til liðs við Kew. Bæði hafa þau lýst undrun sinni og hneykslun á því að svelta eigi garðinn fjárhagslega og segja skammsýni ráðamanna fyrir neðan allar hellur.

Á vorin er gaman að skoða krókusa og laukabeðin, auk þess sem kirsuberjatrén skarta þá sínu fegursta. Garðurinn er í fullum blóma frá því í júlí og fram í september og þá blómstra hrossakastaníurnar, sólblóminn og vatnaliljurnar. Haustlitir lauftrjánna í Kew eru stórfenglegir og engum öðrum líkir og margar tegundir bera litrík ber og aldin. Á veturna gefst aftur á móti tækifæri til að virða fyrir sér lögun trjánna og skoða á þeim börkinn sem er fjölbreyttari en margan grunar.

Kúluhattur úr korki

Í Pálmahúsinu er hægt að skoða plöntur úr hitabeltinu og í kjallara hússins er sýning á vatna- og sjávargróðri. Í The Prince of Wales Conservatory er að finna sýnishorn af mismunandi gróðurhverfum sem spanna allt frá eyðimörkum til hitabeltisins.

Þeir sem hafa áhuga á plöntunytjum ættu að kíkja á sýninguna Plants+People, þar sem hægt er að skoða ýmislegt áhugavert sem maðurinn fær og býr til úr plöntum. Í einum básnum er hægt að þefa af hinum ótrúlegustu ilmefnum sem jurtir gefa frá sér, en í öðrum eru hljóðfæri, smíðagripir, fatnaður ofinn úr ananasþráðum og kúluhattur úr korki. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...