Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjármagn til Kew skorið niður
Stekkur 17. júlí 2014

Fjármagn til Kew skorið niður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Grænn litur er sagður róandi og oft notaður þar sem fólk á að slappa af. Grænt er samt ekki bara grænt því liturinn er til í margs konar tónum. Í grasagarðinum í Kew í London má sjá margar útgáfur af grænum lit, allt frá dökkgrænum laufum frumskógartrjáa yfir í eiturgræn blöð kjötætuplantnanna.

Gildi grasagarða er meira en margir halda því auk þess að vera sýningarsvæði fer þar fram mikilvægt vísindastarf.

Þegar ég var í námi í ethnobotany fór hluti námsins fram í Kew-garðinum og þar kynntist ég því gríðarlega mikla og mikilvæga vísindastarfi sem þar á sér stað bak við tjöldin. Mér brá því illilega í vor þegar ég sá að fjárveitingar til garðsins hafa dregist saman um hátt í fimm milljón pund á skömmum tíma, en það jafngildir hátt í milljarði króna.

Stjórnendur garðsins hafa bent á að slíkur niðurskurður muni lama starfsemi garðsins og að segja verði upp um 125 starfsmönnum vegna hans.

Kew hýsir eitt stærsta safn í heimi af þurrkuðum plöntum og eru mörg þeirra frumeintök sem notuð eru til að greinaplöntur í tegundir. Þar er einnig að finna margar af sjaldgæfustu plöntum í heimi, sem sumar eru taldar útdauðar í náttúrunni, gríðarlegt safn af handverki, vörum og hlutum úr plöntum. Fyrir utan sýningarsvæðið sem er opið almenningi.

Attenborough til hjálpar

Fyrir skömmu gengu Jane Goodall, sem þekktust er fyrir rannsóknir sínar á simpönsum, og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough til liðs við Kew. Bæði hafa þau lýst undrun sinni og hneykslun á því að svelta eigi garðinn fjárhagslega og segja skammsýni ráðamanna fyrir neðan allar hellur.

Á vorin er gaman að skoða krókusa og laukabeðin, auk þess sem kirsuberjatrén skarta þá sínu fegursta. Garðurinn er í fullum blóma frá því í júlí og fram í september og þá blómstra hrossakastaníurnar, sólblóminn og vatnaliljurnar. Haustlitir lauftrjánna í Kew eru stórfenglegir og engum öðrum líkir og margar tegundir bera litrík ber og aldin. Á veturna gefst aftur á móti tækifæri til að virða fyrir sér lögun trjánna og skoða á þeim börkinn sem er fjölbreyttari en margan grunar.

Kúluhattur úr korki

Í Pálmahúsinu er hægt að skoða plöntur úr hitabeltinu og í kjallara hússins er sýning á vatna- og sjávargróðri. Í The Prince of Wales Conservatory er að finna sýnishorn af mismunandi gróðurhverfum sem spanna allt frá eyðimörkum til hitabeltisins.

Þeir sem hafa áhuga á plöntunytjum ættu að kíkja á sýninguna Plants+People, þar sem hægt er að skoða ýmislegt áhugavert sem maðurinn fær og býr til úr plöntum. Í einum básnum er hægt að þefa af hinum ótrúlegustu ilmefnum sem jurtir gefa frá sér, en í öðrum eru hljóðfæri, smíðagripir, fatnaður ofinn úr ananasþráðum og kúluhattur úr korki. 

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...