Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjármagn Matvælastofnunar til viðhalds varnargirðinga áætlað 45 milljónir í ár
Mynd / smh
Fréttir 4. júní 2020

Fjármagn Matvælastofnunar til viðhalds varnargirðinga áætlað 45 milljónir í ár

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur gefið út tilkynningu af gefnu tilefni, þar sem áréttað er að úthlutun fjárheimilda til viðhalds varnargirðinga sé ekki á hennar valdsviði. Fjármagn sem Matvælastofnun hafi til ráðstöfunar vegna slíkra verkefna sé áætlað 45 milljónir króna fyrir þetta ár.

„Fjárveitingarnar eru ákvarðaðar og greiddar af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Fjármagn til viðhaldsins hefur aukist á undanförnum árum og er áætlað að það verði 45 mkr á þessu ári,“ segir í tilkynningunni.

Á dögunum hvatti landbúnaðarráð Húnaþings vestra Matvælastofnun að endurskoða fjárveitingar til varnargirðinga í Húnaþingi vestra. Samkvæmt heimildum landbúnaðarráðsins stóð til að lækka fjárframlög til viðhalds á varnargirðingum á þessu ári og taldi ráðið að það yrði til þess að nauðsynlegt viðhald verði í lágmarki. Því mótmælti ráðið harðlega.

Heimild: Matvælastofnun

Matvælastofnun segir í tilkynningu sinni að aðkoma stofnunarinnar að viðhaldi varnargirðinga sé að forgangsraða ráðstöfun fjármuna, hvernig þeim er skipt á varnargirðingar á landinu. „Úthlutun fjár til tiltekinna viðhaldsverkefna hefur ekki verið ákvörðuð fyrir árið 2020 og liggur því ekki fyrir hvaða varnargirðingar fá meira eða minna fé en á síðasta ári. Úthlutunin tekur fyrst og fremst mið af sjúkdómastöðu milli varnarhólfa en einnig af ástandi varnarlína hverju sinni.

Áætlað fé til viðhalds varnargirðinga í ár er 45 mkr. Það er ekki skerðing frá því í fyrra. Þá fór kostnaður fram úr áætlun og var alls 48 mkr.

Víða er ástand varnargirðinga ekki gott og ljóst að sum landsvæði koma verr undan vetri en önnur. Varnargirðingar eru nauðsynlegur liður í að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma í dýrum og því er mikilvægt að tryggja fullnægjandi fjármagn til viðhalds þeirra, “ segir ennfremur í tilkynningunni.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...