Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eftir að hafa verið flutt um 1.000 km leið gátu þjófarnir ekki ræst þýfið, kornþreskivélar frá John Deere, vegna þess að þeim hafði verið fjarlæst.
Eftir að hafa verið flutt um 1.000 km leið gátu þjófarnir ekki ræst þýfið, kornþreskivélar frá John Deere, vegna þess að þeim hafði verið fjarlæst.
Mynd / Darla Hueske
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshendi um hernumin svæði í Úkraínu.

Hafi þeir m.a. stolið landbúnaðartækjum, korni og jafnvel byggingarefni. En stórtækur þjófnaður á verðmætum landbúnaðartækjum endaði vandræðalega á dögunum.

Fréttastöðin CNN birti frétt þess efnis að John Deere búnaður hafi verið fjarlægður frá umboðinu Agrotek í Melitopol, sem hefur verið hernumið af Rússum síðan í mars. Þýfið er metið á um 5 milljónir bandaríkjadala, þar á meðal voru tvær kornþreskivélar sem kosta um 300.000 dollara hver en samtals var um að ræða 27 búvélar.

Vélarnar voru fluttar með herflutningabílum af svæðunum. Á meðan hluti vélanna var fluttur til nærliggjandi þorps fóru aðrar í langt ferðalag til sjálfstjórnarríkisins Téténíu um 1.130 kílómetra leið. Hátæknibúnaður landbúnaðarvéla er orðinn slíkur að hægt var að fylgjast með ferð vélanna með innbyggðum staðsetningarkerfum alla leið til þorpsins Zakhan Yurt.

Kornþreskivélarnar sem ferjaðar voru til Téténíu bjuggu einnig yfir fjarstýribúnaði. Haft er eftir viðmælanda að þegar hermennirnir ætluðu að nota vélarnar á leiðarenda gátu þeir ekki einu sinni ræst þær, því þær höfðu verið fjarlæstar.

Vélarnar sitja því sem fastast og ónotaður en líklegt þykir að ræningjarnir geti komið búnaðinum í verð sem varahlutir.

Samkvæmt fregn CNN mun þjófnaðurinn líka hafa náð til stórra kornbirgða sem geymd voru í sílóum á svæði sem framleiðir mörg hundruð þúsund tonn af korni á ári sem hafa verið flutt til Krímskaga með herflutningum.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...