Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt – yfirferð umsókna lokið
Fréttir 11. júní 2019

Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt – yfirferð umsókna lokið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2019. Umsækjendur geta nú nálgast svarbréf við umsókn sinni inni á Bændatorginu undir Rafræn skjöl > Bréf.
Alls bárust 56 umsóknir, af þeim voru 55 umsóknir samþykktar en einni umsókn var hafnað.

Heildarkostnaður við framkvæmdir sauðfjárbænda samkvæmt umsóknunum er um 418 milljónir króna. Umsóknir vegna nýframkvæmda voru 16 en umsóknir vegna endurbóta 40.  Fjárhæð til úthlutunar að þessu sinni er 60.565.056 kr. Skerða þurfti stuðningsgreiðslur hlutfallslega á allar samþykktar umsóknir í samræmi við 27. gr. reglugerðarinnar og er styrkhlutfall til úthlutunar um 14,5% af heildarkostnaði umsókna. Í ár er hæsti styrkur áætlaður 6.056.506 kr. en lægsti styrkur 155.657 kr.

Um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt er fjallað í V. kafla reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum. Stuðningur er veittur bæði til nýframkvæmda og endurbóta á eldri byggingum og er þetta annað ár úthlutunar.

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...