Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Brennihlíð 3 – Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Jón Sigurðsson.
Brennihlíð 3 – Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Jón Sigurðsson.
Fréttir 17. október 2016

Fimm umhverfisviðurkenningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarfélagið Skagafjörður veitti á dögunum umhverfisviðurkenningar, þær voru alls fimm að þessu sinni. 
 
Soroptmistaklúbbur Skaga­fjarðar hefur séð um framkvæmdina þau tólf ár sem viðurkenningar hafa verið veittar. Fyrirkomulagið var með hefðbundnu sniði, sex hópar skiptu með sér svæðinu frá Fljótum inn allan Skagafjörð að Hofsvöllum og út að Hrauni á Skaga. Hóparnir fóru tvisvar um sitt svæði yfir sumarið og skiluðu inn tillögum. Frá þessu er sagt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 
Valnefnd klúbbsins hefur að mörgu að hyggja og endurskoðar reglulega viðmiðin varðandi matið. Sem dæmi um þau atriði sem horft er á og gefin einkunn fyrir er m.a. frágangur bygginga, geymsla tækja og áhalda, viðhald girðinga, almenn umgengni og heildarmynd húsa, lóða og sveitabýla.
 
Að sögn Soroptmistasystra er umgengni stöðugt að batna í sveitarfélaginu og íbúar að gera umhverfið snyrtilegt og fallegt en í þessu eins og mörgu öðru má oft gott bæta. „Ef við íbúar erum tilbúin að sinna okkar nánasta umhverfi, þó það sé utan lóðarmarka, við að tína rusl og uppræta illgresi þá er hægt að ná miklum árangri sem er til ánægju fyrir okkur sjálf og þá sem sækja okkur heim,“ segja þær systur ennfremur og hvetja íbúa í Skagafirði til að leggja sitt af mörkum til að fegra fjörðinn. Á þeim tólf árum sem Soroptmista­klúbburinn hefur haft veg og vanda af tilnefningum til umhverfisverðlauna í Skagafirði hafa 73 staðir fengið viðurkenningu og í ár voru veittar fimm viðurkenningar í flokkunum; lóð í þéttbýli, lóð við fyrirtæki, sveitabýli án búskapar og lóð við opinbera stofnun. 

5 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...