Fimm sækja um starf rektors Landbúnaðarháskóla Íslands
Greint er frá því á vef Landbúnaðarháskóla Íslands að fimm einstaklingar hafi sótt um starf rektors. Umsóknarfrestur um stöðuna var til 13. maí. Núverandi rektor, Sæmundur Sveinsson, er ekki á meðal umsækjenda.
Eftirfarandi aðilar sóttu um starf rektors:
Magnús Örn Stefánsson Phd, stofnerfðafræðingur
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir Phd, verkfræðingur og MBA
Sigurður Sigurðsson, MS í verkfræði og MBA
Snorri Baldursson Phd, plöntuerfðafræðingur
Þorleifur Ágústsson Phd, fisklífeðlisfræðingur