Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fíflahátíð í Eyjafirði
Fréttir 19. júní 2014

Fíflahátíð í Eyjafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fíflahátíð, hátíð til heiðurs okkar ástkæra túnfífli, verður haldin á vegum ferða-þjónustunnar Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 21. júní. Heilmikið verður við að vera frá morgni til kvölds. Skemmtidagskráin „Úti á túni“ stendur frá 14 til 16 og hátíðin endar síðan með kvöldvöku. Bændur keppa í Fíflagangi, tónlistaratriði verða flutt, brekkusöngur og markaður. Dagurinn hefst með hlaupi upp á fjallið Haus kl. 10.00 fyrir þá spretthörðu.

„Hugmyndin kviknaði í fyrrasumar,“ segir Guðný Jóhannesdóttir hjá ferðaþjónustunni Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. „Við vorum að tína fífla í miðri breiðu hér úti á túni, en við búum til túnfífilshunang og bjóðum upp á það við morgunverðarborðið. Í einhverjum fíflagangi fórum við að tala um hvort ekki væri hægt að búa til viðburð þar sem fífillinn væri í forgrunni, að gera þessari algengu og fallegu jurt hátt undir höfði. Hugmyndin fékk að þróast á liðnum vetri en nú er komið að því að við ætlum að blása til hátíðar fíflinum til heiðurs. Við byrjum smátt en verði viðbrögðin góð er ekki ólíklegt að hátíðin vaxi að umfangi þegar fram líða stundir. Nú og svo er þessu auðvitað sjálfhætt ef enginn vill fíflast með okkur.“ 

2 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...