Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fíflahátíð í Eyjafirði
Fréttir 19. júní 2014

Fíflahátíð í Eyjafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fíflahátíð, hátíð til heiðurs okkar ástkæra túnfífli, verður haldin á vegum ferða-þjónustunnar Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 21. júní. Heilmikið verður við að vera frá morgni til kvölds. Skemmtidagskráin „Úti á túni“ stendur frá 14 til 16 og hátíðin endar síðan með kvöldvöku. Bændur keppa í Fíflagangi, tónlistaratriði verða flutt, brekkusöngur og markaður. Dagurinn hefst með hlaupi upp á fjallið Haus kl. 10.00 fyrir þá spretthörðu.

„Hugmyndin kviknaði í fyrrasumar,“ segir Guðný Jóhannesdóttir hjá ferðaþjónustunni Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. „Við vorum að tína fífla í miðri breiðu hér úti á túni, en við búum til túnfífilshunang og bjóðum upp á það við morgunverðarborðið. Í einhverjum fíflagangi fórum við að tala um hvort ekki væri hægt að búa til viðburð þar sem fífillinn væri í forgrunni, að gera þessari algengu og fallegu jurt hátt undir höfði. Hugmyndin fékk að þróast á liðnum vetri en nú er komið að því að við ætlum að blása til hátíðar fíflinum til heiðurs. Við byrjum smátt en verði viðbrögðin góð er ekki ólíklegt að hátíðin vaxi að umfangi þegar fram líða stundir. Nú og svo er þessu auðvitað sjálfhætt ef enginn vill fíflast með okkur.“ 

2 myndir:

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...