Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lúsin Mesophthirus engeli sem lifði á risaeðlum fyrir um 99 milljónum ára.
Lúsin Mesophthirus engeli sem lifði á risaeðlum fyrir um 99 milljónum ára.
Fréttir 6. janúar 2020

Fiðraðar og lúsugar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegur fornleifafundur bendir til þess að risaeðlur eða vissar tegundir af þeim hafi verið með fjaðrir og að lýs hafi lifað góðu lífi í og undir fjöðrunum.

Vísindamenn hafa verið að rannsaka nýlega fundinn amber-klump frá Búrma, sem talinn er vera að minnsta kosti 99 milljón ára gamall, og í klumpinum er að finna risaeðlufjaðrir og tíu smádýr sem líkjast lúsum. Við smásjárskoðun má svo sjá að lúsin eða lýs hafa nartað í fjaðrirnar.

Fundurinn er meðal annars áhugaverður fyrir það að þetta er elsta þekkta dæmið um lýs eða lúsalík kvikindi sem éta fjaðrir og færir tilkomu þeirra aftur um 55 milljón ár.

Tegundin, sem hefur verið óþekkt fram til þessa, hefur fengið latneska heitið Mesophthirus engeli og eru kvikindin sem fundust 0,14 til 0,23 millimetrar á lengd en áætlað er að fullvaxin ættu þau að ná um 0,5 millimetrum að lengd. Þau eru vængjalaus, kjaftur þeirra er sagður sterkbyggður og með að minnsta kosti fjórum tönnum.

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.