Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lúsin Mesophthirus engeli sem lifði á risaeðlum fyrir um 99 milljónum ára.
Lúsin Mesophthirus engeli sem lifði á risaeðlum fyrir um 99 milljónum ára.
Fréttir 6. janúar 2020

Fiðraðar og lúsugar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegur fornleifafundur bendir til þess að risaeðlur eða vissar tegundir af þeim hafi verið með fjaðrir og að lýs hafi lifað góðu lífi í og undir fjöðrunum.

Vísindamenn hafa verið að rannsaka nýlega fundinn amber-klump frá Búrma, sem talinn er vera að minnsta kosti 99 milljón ára gamall, og í klumpinum er að finna risaeðlufjaðrir og tíu smádýr sem líkjast lúsum. Við smásjárskoðun má svo sjá að lúsin eða lýs hafa nartað í fjaðrirnar.

Fundurinn er meðal annars áhugaverður fyrir það að þetta er elsta þekkta dæmið um lýs eða lúsalík kvikindi sem éta fjaðrir og færir tilkomu þeirra aftur um 55 milljón ár.

Tegundin, sem hefur verið óþekkt fram til þessa, hefur fengið latneska heitið Mesophthirus engeli og eru kvikindin sem fundust 0,14 til 0,23 millimetrar á lengd en áætlað er að fullvaxin ættu þau að ná um 0,5 millimetrum að lengd. Þau eru vængjalaus, kjaftur þeirra er sagður sterkbyggður og með að minnsta kosti fjórum tönnum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...