Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ferðamenn ættu allir að borða lambakjöt
Fréttir 16. apríl 2014

Ferðamenn ættu allir að borða lambakjöt

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Sauðfjárbændur vilja að lambakjöt verði kynnt í auknum mæli fyrir erlendum ferðamönnum sem hingað koma. Markmiðið ætti að vera að sem allra flestir þeirra borði lambakjöt í heimsókn sínum hingað til lands. Þá vilja sauðfjárbændur í þessu samhengi að kannað verði hvort ferðaþjónustuaðilar bjóði upp á íslenskt lambakjöt á matseðlum sínu og að veitingamenn verði hvattir til að bjóða upp á það.

Þetta er inntakið í einni af þeim sextán ályktunum sem samþykktar voru á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn var 3.-4. apríl síðastliðinn. Af öðrum ályktunum sem samþykktar voru ber helst að nefna ályktanir varðandi kjör og starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar, ályktanir varðandi gjaldtöku Matvælastofnunar vegna eftirlits og ályktanir vegna viðhalds varnargirðinga. Þá var hart tekist á um ásetningshlutfall eins og fjallað er um hér í blaðinu.

Bæta þarf kjör

Á aðalfundinum var samþykkt að skipaður yrði starfshópur sem fari eigi yfir kosti og galla núgildandi sauðfjársamnings, leggja mat á hverju hann hefur skilað og setja fram helstu áhersluatriði varðandi gerð nýs samnings. Má segja að slíkt starf sé nátengt efni fleiri ályktana fundarins en meðal annars var samþykkt ályktun sem beindi því til stjórnar Landssamtakanna að beita sér að fullum þunga fyrir því að kjör og starfsskilyrði sauðfjárbænda verði bætt svo atvinnugreinin verði eftirsóknarverðari.

Horft yfir öxlina á MAST

Nokkurrar tortryggni gætti í garð Matvælastofnunar í ályktunum fundarins en þrjár ályktanir snúa beint að hlutverki stofnunarinnar. Fundurinn hvatti þannig stjórn samtakanna til að fylgjast með framkvæmd gæðastýringar í búfjáreftirliti og að lagst yrði gegn því að Matvælastofnun fái heimild til sérstakrar gjaldtöku vegna gæðastýringareftirlits. Sömuleiðis hvatti fundurinn stjórnina til að fylgjast með þróun í gjaldtöku Matvælastofnunar vegna búfjáreftirlits með tilliti til þessa að forsendur gjaldskrár þurfi að vera skýrar og í samræmi við raunkostnað við eftirlitið. Þá krefst fundurinn þess að Matvælastofnun sinni skyldu sinni og viðhaldi sauðfjárveikivarnargirðingum.

Vilja styrkja Bjargráðasjóð

Fundurinn telur mikilvægt að tryggja starfsemi Bjargráðasjóðs til framtíðar og einkum að svokölluð A-deild hafi burði til að takast á við hlutverk sitt, en úr henni er bætt stórfellt tjón af völdum náttúruhamfara. Fundurinn gerir einnig þá kröfu að Vegagerðin bæti verklag og framkvæmd við snjómokstur og hálkuvarnir vegna flutninga sláturfjár.

Fundargerð og ályktanir fundarins verða birtar á heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda, saudfe.is, eftir páska.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...