Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fer hljóð og mynd saman?
Lesendarýni 8. febrúar 2016

Fer hljóð og mynd saman?

Höfundur: Haraldur Benediktsson alþingismaður
Í allri umræðu um nýja búvörusamninga vantar aðeins á sýn,  á  hvaða stefnu við ætlum að marka til framtíðar.  Ekkert er eins mikilvægt og að halda skýrri sýn á hvað sameinar, í umræðu um landbúnað. Hvort sem við nefnum hagsmuni bænda eða hagsmuni neytenda.  Ef ekki er samhljómur þarna á milli „fer ekki saman hljóð og mynd“.  
 
Mér sýnist bændur vera á kafi í umræðu um kerfi og kvóta og ekki kvóta – stéttin er klofin í þeirri umræðu.  Háværu sérfræðingarnir, sem eru hreinlega á móti  búvörusamningum og því að mörkuð sé stefna, benda ekki á aðrar lausnir en breytingar sem leiða til þess að innflutt matvara verður helst í boði, kjöt framleitt með ómældu magni sýklalyfja eða enn vafasamari hætti.  
 
Fjárfestum í betri landbúnaði
 
En saman eigum við öll – í það minnsta ennþá – hreina búvöru, sérstæðan norðurslóðabúskap. Tölum meira um gæði, um landbætur, um hreinleika og ábyrga búskaparhætti. Um fjölskyldubú og vel byggðar sveitir sem við getum verið stolt af. Stefnum að því að auka vöruval, fjölbreytni, betri tengsl bænda og neytenda. Þróun samstarf við verslun og vinnslu sem leggur stolt sitt undir við að bjóða heilnæma búvöru með aðlaðandi framsetningu. Framsetning á búvöru í matvöruverslun hefur varla tekið nokkrum framförum í 20 ár. Eflum vöruúrval og vinnum með vinnslu, verslun og neytendum að ábyrgari nýtingu – stoppum sóun. Sókn á grunni gæða – ræktun búfjár og velferð þess. Við eigum að fjárfesta í slíkum landbúnaði. 
 
Við byggjum á traustum grunni
 
Heimurinn er að breytast – eyðum ekki meiri tíma í minnimáttarkennd um að landbúnaður sé annar og meiri í öðrum löndum.  Ekki meiri einhliða samanburð við danskan landbúnað. Við höfum mikil gæði sem aðrir hafa glatað. Tökum djarfa sókn með nýjum samningum. Gleymum ekki að það voru bændur og stjórnvöld sem mörkuðu stefnu 1985 um að leyfa ekki sýklalyfjablöndun í fóður. Sem hefur skilað okkur eftirsóknarverðum árangri. Fyrir um 50 árum var tekin meðvituð ákvörðun um að leyfa ekki hormóna eða önnur vaxtahvetjandi inngrip til að auka „hagkvæmni“ búvöruframleiðslunnar á Íslandi – húrra fyrir því. Stefna sem ekki þótti sjálfsögð né skynsamleg. Nú er tímabært að marka stefnu um hvort íslenskur landbúnaður á að notast við erfðabreytt hráefni. 
 
Framlag landbúnaðar til annarra verkefna
 
Nú eigum við að taka enn djarfari ákvarðanir. Hvert getur framlag landbúnaðar verið til betri ferðaþjónustu?  
Hvert getur framlag landbúnaðar verið til loftslagsmála? Til bættrar lýðheilsu?
Árið 2016 gerum við ekki bara búvörusamning – við gerum  fjárfestingarsamning í framtíðarlandbúnaði – íslenskum landbúnaði. Ekki samning um kollsteypu og framleiðsluspennu – heldur um hvað hægt er að gera betur og nýta betur það sem við eigum og kunnum best. Okkur eru allir vegir færir. 
 
Haraldur Benediktsson
alþingismaður
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...