Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Félag eggjaframleiðenda fordæmir starfshætti sem fjallað var um í Kastljósi í gærkvöldi
Fréttir 29. nóvember 2016

Félag eggjaframleiðenda fordæmir starfshætti sem fjallað var um í Kastljósi í gærkvöldi

Félag eggjaframleiðenda er slegið yfir þeim aðbúnaði sem umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi leiddi í ljós að varphænur byggju við í einu eggjabúi á Íslandi.

Félagið telur aðbúnaðinn og blekkingar gagnvart neytendum um að þar fari fram vistvænn búskapur sé til skammar. Félagið biður íslenska neytendur afsökunar á þessu og fordæmir þessa starfshætti.

Í yfirlýsingu frá Félagi eggjaframleiðenda segir að félagið leggi áherslu á að samkvæmt úttektum Matvælastofnunar er um einstakt tilvik að ræða. Á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar umbætur í íslenskum eggjabúum sem hafa miðað að því að bæta aðbúnað varphæna, meðal annars með nýjum húsum sem uppfylla ýtrustu kröfur. Auk þess hefur eitt eggjabú verið vottað af Vottunarstofunni Túni sem lífræn framleiðsla þar sem gerðar eru auknar kröfur um velferð og aðbúnað.

Félag eggjaframleiðenda leggur ríka áherslu á að eggjabú landsins gæti að velferð og aðbúnaði varphæna. Félagið mun leggja sig fram, í samstarfi við opinberar eftirlitsstofnanir og neytendur, við að uppræta starfshætti í líkingu við þá sem fjallað var um í Kastljósi því þeir eru með öllu óboðlegir.

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f