Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Félag eggjaframleiðenda fordæmir starfshætti sem fjallað var um í Kastljósi í gærkvöldi
Fréttir 29. nóvember 2016

Félag eggjaframleiðenda fordæmir starfshætti sem fjallað var um í Kastljósi í gærkvöldi

Félag eggjaframleiðenda er slegið yfir þeim aðbúnaði sem umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi leiddi í ljós að varphænur byggju við í einu eggjabúi á Íslandi.

Félagið telur aðbúnaðinn og blekkingar gagnvart neytendum um að þar fari fram vistvænn búskapur sé til skammar. Félagið biður íslenska neytendur afsökunar á þessu og fordæmir þessa starfshætti.

Í yfirlýsingu frá Félagi eggjaframleiðenda segir að félagið leggi áherslu á að samkvæmt úttektum Matvælastofnunar er um einstakt tilvik að ræða. Á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar umbætur í íslenskum eggjabúum sem hafa miðað að því að bæta aðbúnað varphæna, meðal annars með nýjum húsum sem uppfylla ýtrustu kröfur. Auk þess hefur eitt eggjabú verið vottað af Vottunarstofunni Túni sem lífræn framleiðsla þar sem gerðar eru auknar kröfur um velferð og aðbúnað.

Félag eggjaframleiðenda leggur ríka áherslu á að eggjabú landsins gæti að velferð og aðbúnaði varphæna. Félagið mun leggja sig fram, í samstarfi við opinberar eftirlitsstofnanir og neytendur, við að uppræta starfshætti í líkingu við þá sem fjallað var um í Kastljósi því þeir eru með öllu óboðlegir.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...