Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Félag eggjaframleiðenda fordæmir starfshætti sem fjallað var um í Kastljósi í gærkvöldi
Fréttir 29. nóvember 2016

Félag eggjaframleiðenda fordæmir starfshætti sem fjallað var um í Kastljósi í gærkvöldi

Félag eggjaframleiðenda er slegið yfir þeim aðbúnaði sem umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi leiddi í ljós að varphænur byggju við í einu eggjabúi á Íslandi.

Félagið telur aðbúnaðinn og blekkingar gagnvart neytendum um að þar fari fram vistvænn búskapur sé til skammar. Félagið biður íslenska neytendur afsökunar á þessu og fordæmir þessa starfshætti.

Í yfirlýsingu frá Félagi eggjaframleiðenda segir að félagið leggi áherslu á að samkvæmt úttektum Matvælastofnunar er um einstakt tilvik að ræða. Á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar umbætur í íslenskum eggjabúum sem hafa miðað að því að bæta aðbúnað varphæna, meðal annars með nýjum húsum sem uppfylla ýtrustu kröfur. Auk þess hefur eitt eggjabú verið vottað af Vottunarstofunni Túni sem lífræn framleiðsla þar sem gerðar eru auknar kröfur um velferð og aðbúnað.

Félag eggjaframleiðenda leggur ríka áherslu á að eggjabú landsins gæti að velferð og aðbúnaði varphæna. Félagið mun leggja sig fram, í samstarfi við opinberar eftirlitsstofnanir og neytendur, við að uppræta starfshætti í líkingu við þá sem fjallað var um í Kastljósi því þeir eru með öllu óboðlegir.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...