Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fánalögin send aftur út til umsagnar
Fréttir 10. desember 2015

Fánalögin send aftur út til umsagnar

Höfundur: smh
Bændasamtök Íslands sóttust fyrst eftir því árið 2008 að lögum um notkun á þjóðfána Íslendinga yrði breytt þannig að heimilt yrði að nota hann til að auðkenna innlendar landbúnaðarafurðir. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem tillaga um þetta kom fram á Alþingi.
 
Ekki tókst að afgreiða málið á síðasta þingi en frumvarpið var endurflutt á yfirstandandi þingi undir lok septembermánaðar síðastliðinn. Eftir fyrstu umræðu fór málið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 14. október. 
 
Frumvarpið hefur nú verið sent út til umsagnar að nýju, en samkvæmt Sigurði Eyþórssyni, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, verður ekki skilað inn nýrri umsögn enda sé frumvarpið óbreytt frá síðasta ári.
 
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimild til notkunar á fánanum á dýraafurðir sem hér eru ræktaðar, hlunnindaafurðir (svo sem æðardún) og nytjajurtir – bæði villtar og ræktaðar. Með breytingunum má nota merkinguna líka á sjávarafurðir sem koma úr íslenskri landhelgi, auk þess sem heimild er veitt til nota á matvæli sem eru framleidd hér á landi og hafa verið á markaði í að minnsta kosti 30 ár – þótt hráefnið sé erlent. Dæmi um slíkar vörur væri til dæmis ORA grænar baunir og Royal búðingur. Loks verður heimilt að merkja vörur fánanum sem ekki eru matvörur, en þar er til dæmis átt við vörur sem eru hannaðar á Íslandi, úr íslensku hráefni, eða framleiddar hérlendis. Nægilegt er að eitt þessara þriggja skilyrða sé uppfyllt.  Lopapeysa sem er hönnuð á Íslandi, gæti til dæmis fengið merkið þótt hún sé ekki úr íslenskri ull og ekki framleidd hér. 

Skylt efni: Fánalögin

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...