Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigurður Sæmundsson var nýkominn af fræðslufyrirlestri um skeiðgenið í tjaldi Horses of Iceland þegar blaðamaður  Bændablaðsins rakst á hann.
Sigurður Sæmundsson var nýkominn af fræðslufyrirlestri um skeiðgenið í tjaldi Horses of Iceland þegar blaðamaður Bændablaðsins rakst á hann.
Mynd / ghp
Fréttir 27. júlí 2018

Fallegri skepnur og skarpari útsendingar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Sigurður Sæmundsson, hrossabóndi á Skeiðvöllum í Lands­veit og fyrrum afreksknapi, hefur fylgst með hraðri framþróun íslenska gæðingsins síðastliðin 50 ár. Hann var gestur á Landsmóti hestamanna.
 
Hestakostur Íslendinga er sífellt að batna ef marka má kynbótadóma, sem eru á stöðugri uppleið. „Það sem við erum að sjá núna eru hestar sem eru að fá einkunnir fyrir byggingu upp á 8,60 – 8,70 og jafnvel yfir það. Slíkar tölur heyrði maður ekki fyrir 20 – 30 árum síðan. Svona rosalegar framfarir í ræktun meðal annars hvað byggingu varðar eiga sér að öllum líkindum nokkrar forsendur, margviss ræktun betur byggðra hrossa og svo ekki síður allt uppvaxtarferlið. Hestur sem er sýndur og fær 8,00 fyrir byggingu eða jafnvel undir því á vart orðið séns á að vera meðal þeirra efstu nema leggja að velli öll heimsmet hvað varðar hæfileikaeinkunn.“
 
Sigurður vonast til þess að betri gæði í ræktuninni eigi eftir að nýtast á fjölþættan hátt fyrir hinn almenna hestamann.
 
„Hrossarækt þarf að ganga út á að búa til betri vöru. Ekki bara betri vöru til að hlaupa eftir kynbótabrautunum og keppnisvöllum heldur og vöru til almennrar notkunar. Þar þurfa kröfur tveggja hópa að fara saman. Annars vegar hópsins sem hefur gaman af keppni. Svo er það hinn, þessi venjulegi útreiðamaður. Hann þarf að hafa sitt pláss í hestinum í framtíðinni líka,“ segir Sigurður og bendir á tölur sem sýna að 85-95% allra hestamanna heyri undir hinn almenna útreiðamann, 5-15% eru keppnisknapar. 
 
„Ræktunarstarfsemi dagsins þarf að beinast að þeirri framtíðarhugsjón að rækta bæði keppnis- og útreiðargæðing. Það er hins vegar ekki einfalt mál að framleiða þennan framtíðarhest, þar er í mörg horn að líta t.d. hvað varðar geðslag og ganglag.“
 
Góðar útsendingar á kostnað áhorfenda í brekku
 
Sigurður var ánægður með Landsmótið. „Hér er afbragðs aðstaða fyrir mannfólk og veitingar um allt. Ég held að það eigi við um hestana líka. Hér eru hesthús fyrir alla og hægt að koma hrossum í skjól um leið og sýningar eru búnar.“ 
 
Hann telur tækniframfarir jákvæðar. „Nú eru veðrabrigði svo bændur þora ekki að fara mikið frá. En þeir geta gripið til útsendinganna sem eru frábærar. Ég hef aldrei séð svona góðar upptökur áður. Slík tækni hefur og á eftir að þróast mikið. En miðað við gæði útsendinganna þá gæti sá tími komið að ef leiðinlegt veður væri þá sæti fólk bara heima í stað þess að mæta á mót,“ segir Sigurður. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...