Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Falleg barnapeysa fyrir sumarið
Mynd / Gallery Spuni
Hannyrðahornið 13. mars 2017

Falleg barnapeysa fyrir sumarið

Höfundur: Gallery Spuni
Það er svo gaman að prjóna fallegar barnapeysur og enn skemmtilegra þegar börnin fá þær til að spóka sig um í þeim. Hjartað fyllist af stolti að sjá fallegu börnin okkar, fallegu brosin þeirra í nýrri heimaprjónaðri peysu. 
 
Þessi æðislega peysa er fyrir bæði stelpur og stráka og er fullkomin fyrir íslenskt sumar. Við sjáum hana fyrir okkur í björtum fallegum sumarlitum.
 
Það verður æðislegt að sjá fullt af svona peysum hlaupandi um í vor og sumar enda fullkomin sumardagsgjöf fyrir litla kroppa.
 
David frá DROPS Design
DROPS peysa prjónuð ofan frá og niður úr Karisma eða Merino Extra Fine með norsku mynstri. 
Stærð 3 – 12 ára 
DROPS Design: Mynstur nr U-047-bna
Garnflokkur B
Stærð: 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærð í cm: 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152
 
Efni: 
DROPS KARISMA frá Garnstudio
250-300-350-400-450 gr litur nr 16, dökk grár
50-100-100-100-100 gr litur nr 01, natur 
50-50-50-50-50 gr litur nr 44, ljós grár
 
Eða notið:
DROPS MERINO EXTRA FINE frá Garnstudio
250-300-350-400-450 gr litur nr 18, eplagrænn
50-100-100-100-100 gr litur nr 01, natur 
50-50-50-50-50 gr nr 26, pistasíu
DROPS SOKKAPRJÓNAR og HRINGPRJÓNAR (40 og 60 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 l og 28 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm. ATH: Til þess að hringlaga berustykkið verði rétt verður prjónfestan að passa á hæðina.
DROPS SOKKAPRJÓNAR og HRINGPRJÓNAR (40 og 60 cm) NR 3 – fyrir stroff.
 
MYNSTUR: 
Teikning M.1 og M.2. Mynstrið er prjónað með sléttprjóni. 
 
PEYSA:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður.
 
BERUSTYKKI:
Fitjið upp 84-88-92-96-100 l á stutta hringprjóna nr 3 með dökk gráum eða ólífugrænum. Setjið prjónamerki í byrjun umf (= miðja að aftan). Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 3-3-4-4-5 cm (= kantur á hálsmáli). Skiptið yfir á stutta hringprjóna nr 4. Prjónið 1 umf slétt jafnframt er lykkjufjöldinn jafnaður út til 78-84-90-98-105 l. Prjónið nú upphækkun að aftan með sléttprjóni þannig: Prjónið 8 l sl framhjá prjónamerki, snúið við, herðið á bandi og prjónið 16 l br, snúið við, herðið á bandi og prjónið 24 l sl, snúið við, haldið áfram að prjóna yfir 8 l fleiri í hvert skipti áður en snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls 48-48-64-64-80 l, snúið við og prjónið 1 umf slétt aftur fram að miðju að aftan. Prjónið nú M.1 – sjá teikningu fyrir rétta stærð! Skiptið yfir á stærri hringprjóna þegar þörf er á. Þegar M.1 er lokið eru 208-224-240-252-270 l á prjóni. Prjónið 0-0-1-0-1 cm með dökk gráum eða ólífugrænum. Stykkið mælist nú ca 14-15-16-17-18 cm við miðju að framan (mælt án stroffs í hálsmáli). Stykkið er prjónað til loka með dökk gráum eða ólífugrænum og sléttprjóni. Fyrst er prjónuð 1 umf jafnframt því sem aukið er út um 4-4-4-12-10 l jafnt yfir = 212-228-244-264-280 l. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið 31-33-35-37-39 l, setjið næstu 44-48-52-58-62 l á band fyrir ermi (án þess að prjónað þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar l, prjónið 62-66-70-74-78 l (= framstykki), setjið næstu 44-48-52-58-62 á band fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar l, prjónið 31-33-35-37-39 l. 
 
FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 136-144-152-160-168 l. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með sléttprjóni í 23-26-29-32-35 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3. Prjónið 1 umf jafnframt því sem aukið er út um 12 l jafnt yfir = 148-156-164-172-180. Prjónið nú stroff = 2 l sl, 2 l br í 3 cm. Fellið síðan af með sl yfir sl og br yfir br.
 
ERMI:
Setjið l af öðru bandinu á sokkaprjóna nr 4, fitjið að auki upp 6 l mitt undir ermi (setjið prjónamerki mitt í þessar l) = 50-54-58-64-68 l. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn með dökk gráum eða ólífugrænum. Þegar stykkið mælist 2 cm, fellið af 1 l hvoru megin við prjónamerki. Endurtakið úrtöku með 4½-3½-4-3-3½ cm millibili alls 5-7-7-10-10 sinnum = 40-40-44-44-48 l. Þegar ermin mælist 20-24-28-31-35 cm, prjónið M.2, skiptið nú yfir á sokkaprjóna nr 3. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 3 cm, fellið nú af með sl yfir sl og br yfir br.
 
Prjónið nú alveg eins yfir l á bandi á hinni hliðinni. 
 
FRÁGANGUR:
Saumið saman og undir ermum.
 
Mynstur
  = natur 
  = dökk grár eða eplagrænn 
  = ljós grár eða pistasíu 
   = sláið uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til að koma í veg fyrir göt (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann). 
 
Kveðja, Gallery Spuni
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...