Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sumarbústaður þeirra Brynju og Tolla í Vallarhjáleigu.
Sumarbústaður þeirra Brynju og Tolla í Vallarhjáleigu.
Mynd / MHH
Fréttir 24. júní 2015

Falið leyndarmál með forvitnilegum smámunum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Auðvitað erum við stórskrýtin að vera að safna öllu þessu drasli en við erum líka yndisleg, það geta ekki allir verið eins,“ segir Brynja Dagbjartsdóttir frá Gljúfurárholti í Ölfusi skellihlæjandi. 
 
Hún og maður hennar, Þorleifur Sigurðsson úr Reykjavík, kallaður Tolli, eru með sumarbústað í Vallarhjáleigu í Flóahreppi þar sem þau eru með glæsilegt smámunasafn þar sem hægt er að gleyma sér í margar klukkustundir við að skoða hlutina. „Þetta er drasl, við byrjuðum að safna þegar við vorum að ferðast til útlanda, fingurbjörg hér og fingurbjörg þar, skeiðar og svo framvegis og framvegis. Þegar við sáum að það var ekki pláss fyrir alla þessa muni í húsinu okkar í Reykjavík fluttum við dótið með okkur í sumarbústaðinn og  síðan hefur bæst við og við. Börnin okkar banna okkur að safna meira, nú er komið nóg segja þau,“ segir Brynja. Safnið er ekki opið fyrir almenning en þau taka þó á móti hópum og vinafólki en bæði eru þau mjög gestrisin og finnst fátt skemmtilegra en að spjalla við fólk um hlutina sína.
 
 

3 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...