Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Mynd / Unsplash
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður vettvangur hagsmunaaðila á Íslandi til að sinna stöðlun á sviði umhverfis- og loftslagsmála.

Haukur Logi Jóhannsson.

Meginhlutverk þessa nýja fagstaðlaráðs verði að knýja fram nýsköpun og stöðlun á sviði umhverfismála, sjálfbærra starfshátta og aðgerða í loftslagsmálum, segir Haukur Logi Jóhannsson, ritari fagstaðlaráðsins. Það stefni að því að nota alþjóðlega viðurkennd og þekkt viðmið en einnig þróa nýja staðla og leiðbeiningar sem munu leggja grunn að grænna samfélagi með orkuskiptum, vistvænum samgöngum og tækni.

Þetta fagstaðlaráð hafi mikla þýðingu fyrir hagsmunaaðila sem vilji ná árangri í umhverfis- og loftslagsmálum, enda geti fagstaðlaráð haft mikil áhrif á þróun og framkvæmd stefnu, löggjafar og verklags. Á hinn bóginn virki staðlar ávallt til einföldunar á flóknum viðfangsefnum og geti auðveldað fyrirtækjum að draga úr losun eða vera umhverfisvænni á annan hátt.

Staðlaráð ekki áberandi

Haukur segir hinn almenna borgara verða sjaldnast varan við staðlagerð en njóti hins vegar ábatans, sem sé aukið öryggi, gæði og neytendavernd. Hið nýja fagstaðlaráð muni vinna í anda þeirra sem lengi hafa verið við lýði og beita aðferðafræði staðlagerðar við baráttuna við loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál.

Vinna staðlaráðsins mun vera á byrjunarreit og verður eitt fyrsta verkefnið endurskoðun á staðli ÍST TS 92 um kolefnisjöfnun. Önnur verkefni séu á hugmyndastigi, en þar nefnir Haukur að skoðað hafi verið að gera sérstakan skógræktarstaðal, votlendisstaðal, landnotkunarstaðal, ásamt öðru sem lýtur að umhverfisstjórnun fyrirtækja.

Nú þegar séu önnur fagstaðlaráð á tilteknum fagsviðum. Þar megi nefna Byggingastaðlaráð, Rafstaðlaráð og Fagstaðlaráð í upplýsingatækni. Innan fagstaðlaráða eru svo starfandi tækninefndir sem vinna að stöðlun á tilteknum vandamálum. Haukur segir staðlaráð lögformlegan vettvang stöðlunar á Íslandi og eina aðilann sem geti gefið út skjöl sem kalla megi staðal.

Staðlar skýrar leiðbeiningar

Stöðlunarskjöl segi með berum orðum hvernig bera skuli sig að til að uppfylla kröfur. Þá sé hægt að fá óháðan aðila til að staðfesta aðgerðirnar. Það tryggi árangur, því eftirlit og eftirfylgni sé ríkt þegar kemur að stöðlum. Það sé enginn afsláttur gefinn á kröfum í stöðlum og þeim fylgi ávallt leiðbeiningar um hvernig uppfylla skuli þær. Þá sé hægt að gera staðla ýmist sértæka fyrir eina atvinnugrein eða almenna fyrir samfélagið í heild.

„Umhverfismál eru alþjóðleg og þá sérstaklega loftslagstengd málefni. Við þurfum að vera fullir þátttakendur, ekki síst þegar kemur að staðlagerð á alþjóðlegum vettvangi. Þar höfum við Íslendingar margt fram að færa og þetta nýja fagstaðlaráð mun taka fullan og virkan þátt í starfi alþjóðlegra tækninefnda og koma sínum sjónarmiðum áleiðis. Ég er þess fullviss að þetta nýja fagstaðlaráð muni flýta fyrir aðgerðum en að sama skapi tryggja gæði og áreiðanleika alls þess sem við gerum í þessum málaflokki,“ segir Haukur Logi. 

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...