Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lárus Á. Hannesson formaður LH með hest sinn Hergil frá Þjóðólfshaga 1.
Lárus Á. Hannesson formaður LH með hest sinn Hergil frá Þjóðólfshaga 1.
Mynd / ghp
Fréttir 23. júlí 2018

Færri komast að en vilja

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Aukinn þjónustuþörf í íslenskri hestamennsku um heim allan kallar á afkastameiri háskóla í reiðmennsku að mati Lárusar Ástmars Hannessonar, formanns Landssambands hestamannafélaga. Hann telur brýnt að gera áætlun um stækkun hestafræðideildar Hólaskóla um helming.
 
„Reiðmennskunni hefur fleygt fram, hún er orðin nákvæmari og lærðari. Með tilkomu reiðhalla er einnig orðið mikið meira um reiðkennslu. Hestamönnum finnst gaman að læra meira og þjónustuþörfin fyrir kennslu því orðin mikil. Við þurfum menntaða og góða kennara til að mæta þessari þörf,“ segir Lárus Ástmar og bendir á að vöntunin á lærðum fagmönnum í hestamennsku sé ekki eingöngu hérlendis. 
 
Íslenskum hestum fjölgi stöðugt víða um heim og eigendur íslenskra hrossa erlendis þurfi faglega handleiðslu reiðkennara við þjálfun og umönnun. „Ég held að hestafræðideildin þyrfti að taka inn 30–40 nýnema á hverju til að mæta þjónustuþörfinni.“
 
Fjármagnsskortur hindrar stækkun
 
Sveinn Ragnarsson, deildarstjóri hestafræðideildar við Háskólann á Hólum, tekur í sama streng. „Þörfin á vel menntuðum fagmönnum hefur aukist og mun aukast enn meira.“
 
Mikil umfram eftirspurn sé um að komast í reiðmennsku- og reiðkennaranám. „Á hverju ári þurfum við að vísa frá helmingi umsækjenda sem þó hafa færni og eiga erindi í skólann. En til þess að geta stækkað skólann þarf áframhaldandi uppbyggingu og aukið fjármagn frá ríkisvaldinu.“
 
Um 20–24 nýnemar eru teknir inn í nám við hestafræði við Hólaskóla ár hvert. Námið er þriggja ára langt en Sveinn segir að um 16–18 reiðkennarar útskrifist ár hvert með BS-próf.
 
„Námið er krefjandi sem reynir á margt. Til þess að standast það þarf mikla reiðfærni, nemandinn þarf að geta kennt bæði ungum sem eldri knöpum og auk þess tileinkað sér vísindaleg vinnubrögð.“ Við það má svo bæta að nemendurnir, þar á meðal þeir 30–40% erlendra nemenda sem stunda nám við hestafræði, þurfa að geta tjáð sig bæði í ræðu og riti á íslensku. 
 
Mastersnám í burðarliðnum
 
Sveinn segir að innan Hólaskóla sé verið að vinna að því að koma á fót mastersnámi í reiðmennsku og reiðkennslu. 
 
„Ástæðan fyrir aðsókninni í skólann eru gæði námsins. Það sýnir sig best í útskrifuðum nemendum okkar og góðu orðspori. Við teljum að menn þurfi að hafa ákveðna þekkingu til að geta sinnt þessum störfum og hér fer fram mikil þjálfun í færni. 
 
Við erum ekki tilbúin til að slá af gæðum til þess að taka fleiri inn. Þess vegna þurfum við á áframhaldandi uppbyggingu að halda og til þess þarf fjármagn. Við erum að reyna að efla og stækka námið, t.d. með því að fara af stað með meistaranám, en fjármagnsskortur hefur hamlað gegn því.“
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...