Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Wollemi-fura.  /Mynd VH.
Wollemi-fura. /Mynd VH.
Fréttir 24. janúar 2019

Fækkun í flóru Ástralíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að meira en fimmtíu plöntutegundir sem eingöngu finnast í Ástralíu geti dáið út á næsta áratug. Einungis tólf þeirra eru friðaðar.

Gróður og dýralíf í Ástralíu er einstakt að því leyti að þar finnast bæði plöntur og dýr sem hvergi er að finna annars staðar í heiminum. Nýleg rannsókn á flóru álfunnar sýndi að meira en fimmtíu tegundir plantna sem bundnar eru við Ástralíu eru í hættu á að deyja út verði ekkert að gert til að vernda þær og kjörlendi þeirra. Athugun sýndi einnig að einungis tólf af plöntunum eru á opinberum lista yfir plöntur í útrýmingarhættu í Ástralíu.

Ólíkar plöntutegundir eru nú þegar um 70% lífvera á lista Ástralíu yfir dýr og jurtir sem taldar eru í hættu.

Ein þessara plantna er Wollemi-fura en aðeins er vitað um 39 slíka í heiminum. Þar af er eina að finna í grasagarðinum í Kew þar sem hún er afgirt.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...