Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fæðuöryggi
Skoðun 24. september 2018

Fæðuöryggi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í Norðvestur-Evrópu hafa menn nú upplifað eitthvert heitasta og þurrasta sumar síðan mælingar hófust. Afleiðingarnar fyrir bændur og matvælamarkaðinn kunna að verða verulegar í vetur og á komandi misserum. 
 
Hvað kemur það okkur Íslendingum við kann einhver að spyrja, enda upplifðu íbúar á sunnan og vestanverðu landinu eitt blautasta sumar síðan mælingar hófust. Gallinn er bara að það hefur líka haft neikvæð áhrif á uppskeru, bæði á fóðri og matjurtum.
 
Í Evrópu hafa kartöflubændur mátt þola 20 til 30% minni uppskeru en í meðalári og svipaða sögu er að segja af hveiti-, korn- og repjuuppskerunni. Það gildir allavega um Bretland, Belgíu, Holland, Þýskaland og Pólland. Í  Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð var ástandið engu skárra. 
 
Allir vita nú um ásókn norskra bænda í hey á Íslandi í viðleitni til að koma í veg fyrir stórfelldan niðurskurð á nautgripum og öðru búfé. Bændur víða um Evrópu hafa óskað eftir aðstoð yfirvalda til að mæta þeim skaða sem þeir hafa orðið og verða fyrirsjáanlega fyrir. Þannig óskuðu þýskir bændur eftir einum milljarði evra í aðstoð fyrir skömmu, eða sem svarar um 128 milljörðum íslenskra króna. Danskur landbúnaður sér fram á 75 milljarða króna  tjón vegna þurrka.
 
Áhrifin á matvælamarkaðinn geta orðið geigvænleg. Vegna uppskerubrests á dýrafóðri, þá er líklegt að mun meira verði skorið niður af bústofni bænda en ella. Það getur þýtt tímabundið offramboð af vissum kjöttegundum með tilheyrandi lækkun á verði. Það ætti að öllu eðlilegu að vera góð tíðindi  fyrir neytendur, en það veldur því miður aðeins skammtímagleði. Á sama tíma er talið að lítið framboð af hveiti, korni, grænmeti og ýmsu öðru muni valda hækkandi verði á mörkuðum. Þar geta menn ekki svo auðveldlega brugðist við með innflutningi frá Bandaríkjunum, Kanada og Suður-Ameríku, því þar hafa menn líka víða verið að glíma við þurrka,  óvenju mikinn hita og uppskerubrest. 
 
Í ljósi þessa þá segja eflaust einhverjir að matvælamarkaðurinn fleyti sér bara á ódýru kjöti sem væntanlega verði nóg af, alla vega næstu vikur og jafnvel mánuði. Gallinn er bara að þar mun ástandið að öllum líkindum snúast upp í andhverfu sína á næstu misserum. Minni ásetning gripa vegna fóðurskorts í vetur getur leitt til þess að t.d. í nautgripaeldi muni myndast stórt gap í framleiðsluna um nokkurra missera skeið. Í kjölfar offramboðs er því hætt við umtalsverðum skorti á nautakjöti á markaðnum. 
 
Ofan á allt þetta berast svo tíðindi af hraðri útbreiðslu á svínapest í Evrópu. Á síðasta ári þurftu Rússar og sumar Austur-Evrópuþjóðir að glíma við þessa pest og kostaði það slátrun og urðun á gripum í hundruð þúsunda vís. Óttinn við svipaðar afleiðingar í vestanverðri Evrópu er nú mjög mikill. 
 
Allt þetta leiðir hugann að því hversu viðkvæmt fæðuöryggiskerfi þjóðanna í kringum okkur er. Svo ekki sé talað um Ísland. Hér hafa ákveðinn öfl barist fyrir því með kjafti og klóm að markaðsöflin fái alfarið að sjá um okkar matvælamarkað og helst með algjöru tollfrelsi. Þó frelsi sé yfirleitt talið til hins góða, þá er það augljóslega glapræði ef menn samfara því heykjast á að tryggja kerfi sem getur haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar. Spurningin er hvort það kvikni einhver vitglóra í kolli slíkra snillinga þegar þeir uppgötva að grasið er skrælnað hinum megin við lækinn og þaðan ekki kartöflukvikindi að fá. – Jafnvel þótt veifað sé þykkum seðlabúntum. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...