Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fæðingargallar, krabbamein og getuleysi
Fréttir 11. desember 2014

Fæðingargallar, krabbamein og getuleysi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hormónaraskandi efni finnast í lágum styrk í fjölda venjulegra heimilisvara. Efnin geta haft áhrif á hormónakerfi líkamans. Áhrif þeirra eru margvísleg, allt frá fæðingargöllum af ýmsu tagi og efnaskiptavandamálum til krabbameina.

Efnin geta einnig haft áhrif á þroska fóstra í móðurkviði frá getnaði til myndunar fullþroska nýbura sem og á kynþroska barna og unglinga. Hormónaraskandi efni hafa einnig víðtæk áhrif í umhverfinu og á öll spendýr, en mest er athyglin á skaðsemi þeirra á sæðisframleiðslu karla, kyngetu og krabbameina í eistum, blöðruhálskirtli og brjóstum.

Móta aðgerðir til að stemma stigu
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur fyrir hönd umhverfisráðherra á Norðurlöndum, sent framkvæmdastjórum umhverfis-, heilsu- og neytendamála hjá Evrópusambandinu hvatningu um að móta aðgerðir til að stemma stigu við hormónaraskandi efnum í vinnu við áætlun um eiturefnalaust umhverfi árið 2018. Þetta er gert til að fylgja eftir nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem áhrif efnanna eru greind og mat lagt á hvað það kostar samfélagið að hafast ekki að til að fyrirbyggja og draga úr notkun þeirra.

Til umræðu á fundi norræna umhverfisráðherra
Málið var til umræðu á fundi norrænu umhverfisráðherranna og var niðurstaða ráðherranna  sú að fela Sigurði Inga, sem formanni norræna ráðherraráðsins í umhverfismálum, að senda bréf varðandi það. Í þeim er hvatt til þess að Evrópusambandið grípi til aðgerða til að draga úr notkun og áhrifum hormónaraskandi efna.

Horft til áhrifa efnanna á kynheilsu karla
Í skýrslunni kemur fram að árlegur kostnaður Evrópuríkja af veikindaleyfum og auknu álagi á heilbrigðiskerfið vegna áhrifa hormónaraskandi efna nemi að minnsta kosti 4,5 milljörðum danskra króna.  Í skýrslunni er sérstaklega horft til áhrifa efnanna á kynheilsu karla svo sem krabbameins í eistum, ófullnægjandi sæðisgæða og tveggja tiltekinna fæðingargalla í kynfærum sveinbarna. Eru þá ótalin ýmis önnur áhrif efnanna á heilsu karla og kvenna.

Skýrsla norrænu ráðherranefndarinnar um hormónatruflandi efni – The Cost of Inaction    
 

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóð...

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt ...

Stagað í innviðaskuldina
Fréttir 18. júní 2025

Stagað í innviðaskuldina

Vegagerðin hefur jafnan í nógu að snúast í vegaframkvæmdum um leið og vetri létt...

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...