Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Fá 200 matarskammta daglega frá Reykjavík
Fréttir 31. ágúst 2022

Fá 200 matarskammta daglega frá Reykjavík

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur gert samning við Matar­tímann, sem er í eigu Sölufélags garðyrkjumanna, um mat fyrir mötuneytið í Aratungu.

Erfiðlega hefur gengið að ráða matráð í Aratungu að sögn Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógarbyggðar.

„Tækifæri fólust í því að nýta ferðir grænmetisbílsins, sem kemur alla morgna í Reykholt að sækja afurðir til garðyrkjubænda, og fá máltíðir sendar frá Reykjavík.“

Um 200 manns borða í mötuneytinu í Aratungu þegar mest er, börn í leik- og grunnskóla í Reykholti, starfsmenn og eldri borgarar.

Auk þess er nokkuð um að eldri borgarar fái mat sendan heim. Um er að ræða bæði tilbúna rétti, sem starfsfólk sveitarfélagsins sér um að hita og einnig hráefni tilbúið til eldunar á staðnum.

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...