Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eyjardalsá
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 2. ágúst 2018

Eyjardalsá

Á Eyjardalsá í Bárðardal er bland­að bú með mikið landrými.  
 
Býli: Eyjardalsá.
 
Staðsett í sveit: Bárðardal.
 
 
Ábúendur: Anna Guðný Baldursdóttir, Árni F. Sigurðsson, Laufey Elísabet Árnadóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 3–5 í heimili, foreldrar Önnu eru mikið á bænum.
 
Stærð jarðar?  2.400 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú með hestahaldi.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 170 vetrarfóðraðar kindur, 15 hestar, 8 hænsn, 2 hundar og köttur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Yfir vetrartímann er byrjað á að gefa kindunum, svo hverfum við til annarra starfa, eftir vinnu er gefin seinni gjöf og kvöldin notuð í tilfallandi bústörf. Yfir sumarið er engin regla á hlut­unum, hey er hirt þegar hægt er og viðhaldi og öðru sinnt með­fram því.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburður og réttir, leiðinlegast er að handmoka taði úr gömlum fjárhúsum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Á svipuðu róli, hófum í ár rekstur á hestaleigu sem við vonumst til að geti orðið fullt sumarstarf fyrir allavega einn.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félags­málum bænda? Að þau séu mikilvæg og að til að ná fram einhverjum málefnum verði bændur að geta unnið saman að sínum markmiðum, lítið gerist við að tuða yfir kaffibolla hver í sínu horni.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Það fer eftir hvort stjórnvöld muni ná að mynda heildræna stefnu er varðar byggð, landbúnað og matvælaöryggi.
 
Hvar teljið þið að helstu tæki­færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við verðum seint samkeppnishæf í verði vegna veðurfars en eigum möguleika á að koma á framfæri gæðavöru.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Uppáhald er góð folaldasteik en mest eldað eru ýmsir réttir úr ærhakki.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar tveir fullorðnir hrútar krækt­ust saman á hornunum beint fyrir framan okkur í hrútaspilinu, var þónokkuð maus að ná þeim í sundur.

5 myndir:

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...