Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verkefnið snýst um að flytja Eyjafjarðarbraut vestari austur fyrir Hrafnagilshverfið þannig að vegurinn liggi meðfram árbakka Eyjafjarðar. Vegalengdin er um 3,6 kílómetrar.
Verkefnið snýst um að flytja Eyjafjarðarbraut vestari austur fyrir Hrafnagilshverfið þannig að vegurinn liggi meðfram árbakka Eyjafjarðar. Vegalengdin er um 3,6 kílómetrar.
Mynd / Vegagerðin
Fréttir 20. apríl 2022

Eyjafjarðarbraut vestari færð niður að árbakka við Hrafnagil

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýr vegur, tæplega fjórir kílómetrar að lengd, verður lagður við Eyjafjarðarbraut vestri, meðfram bökkum Eyjafjarðarár neðan við Hrafnagilshverfið.

Vegagerðin bauð verkið út og bárust fjögur tilboð sem voru opnuð nýlega. Áætlaður verktakakostnaður er tæpar 500 milljónir króna.

Tilboðin sem bárust voru öll frá norðlenskum fyrirtækjum og öll undir kostnaðaráætlun. Tilboð frá G.V. Gröfum var lægst, upp á 375,5 milljónir króna, 75% af áætluðum kostnaði. Tilboð frá G. Hjálmarssyni var um 95% af kostnaðaráætlun og Nesbræður voru með tilboð nálægt 96% af áætluðum kostnaði. Árni Helgason ehf. í Ólafsfirði átti hæsta boð, um 490 milljónir króna.

Verkefnið snýst um að flytja Eyjafjarðarbraut vestari austur fyrir Hrafnagilshverfið þannig að vegurinn liggi meðfram árbakka Eyjafjarðar. Vegalengdin er um 3,6 kílómetrar.

Nýjar heimreiðar verða einnig lagðar samhliða, um 250 metrar langar. Tvær tengingar verða gerðar, önnur við Jólahúsið og hin syðst í hverfinu, norðan við Bakkatröð.

Verktími er áætlaður rúm tvö ár en verkinu á að vera að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024.

Um 300 íbúar eru í Hrafnagils- hverfi nú en samkvæmt nýju deiliskipulagi sem er í kynningu er gert ráð fyrir um það bil 100 nýjum íbúðum í hverfinu.

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...