Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verkefnið snýst um að flytja Eyjafjarðarbraut vestari austur fyrir Hrafnagilshverfið þannig að vegurinn liggi meðfram árbakka Eyjafjarðar. Vegalengdin er um 3,6 kílómetrar.
Verkefnið snýst um að flytja Eyjafjarðarbraut vestari austur fyrir Hrafnagilshverfið þannig að vegurinn liggi meðfram árbakka Eyjafjarðar. Vegalengdin er um 3,6 kílómetrar.
Mynd / Vegagerðin
Fréttir 20. apríl 2022

Eyjafjarðarbraut vestari færð niður að árbakka við Hrafnagil

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýr vegur, tæplega fjórir kílómetrar að lengd, verður lagður við Eyjafjarðarbraut vestri, meðfram bökkum Eyjafjarðarár neðan við Hrafnagilshverfið.

Vegagerðin bauð verkið út og bárust fjögur tilboð sem voru opnuð nýlega. Áætlaður verktakakostnaður er tæpar 500 milljónir króna.

Tilboðin sem bárust voru öll frá norðlenskum fyrirtækjum og öll undir kostnaðaráætlun. Tilboð frá G.V. Gröfum var lægst, upp á 375,5 milljónir króna, 75% af áætluðum kostnaði. Tilboð frá G. Hjálmarssyni var um 95% af kostnaðaráætlun og Nesbræður voru með tilboð nálægt 96% af áætluðum kostnaði. Árni Helgason ehf. í Ólafsfirði átti hæsta boð, um 490 milljónir króna.

Verkefnið snýst um að flytja Eyjafjarðarbraut vestari austur fyrir Hrafnagilshverfið þannig að vegurinn liggi meðfram árbakka Eyjafjarðar. Vegalengdin er um 3,6 kílómetrar.

Nýjar heimreiðar verða einnig lagðar samhliða, um 250 metrar langar. Tvær tengingar verða gerðar, önnur við Jólahúsið og hin syðst í hverfinu, norðan við Bakkatröð.

Verktími er áætlaður rúm tvö ár en verkinu á að vera að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024.

Um 300 íbúar eru í Hrafnagils- hverfi nú en samkvæmt nýju deiliskipulagi sem er í kynningu er gert ráð fyrir um það bil 100 nýjum íbúðum í hverfinu.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...