Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Evrópskur lax fluttur til Rússlands sem íslenskur
Fréttir 20. nóvember 2014

Evrópskur lax fluttur til Rússlands sem íslenskur

Höfundur: Vilmundur Hansen

300 tonn af laxi sem sagður er vera frá Skinney-Þinganesi hefur verið fluttur ólöglega frá Evrópu til Rússlands í gegnum Eistland. Merkingar og heilbrigðisvottorð sendinganna eru fölsuð. Matvælaeftirlit Rússlands telur að laxinn sé uppruninn í Evrópu.

Komið hefur í ljós að fylgiskjöl sem fylgdu sendingu laxi sem flytja átti til Rússlands í gegnum gegnum landamærastöð í Eistlandi voru fölsuð. Samkvæmt skjölunum var laxinn frá Íslandi og framleiddur af útgerðarfélaginu Skinney-Þinganes. Heilbrigðisvottorð frá Matvælastofnun og önnur gögn sem fylgdu sendingunni reyndust einnig vera fölsuð. Greint er frá þessu í fréttabréfi rússneska Matvælaeftirlitsins.

300 tonn af laxi
Við eftirgrennslan starfmanna rússneska matvælaeftirlitsins kom í ljós að frá því í október síðast linnum hafa verið flutt til Rússlands rúm 300 tonn af laxi undir nafni Skinneyjar-Þinganess.

Skinney-Þinganes flytur talsvert af uppsjávarafurðum til Rússlands en stundar ekki laxeldi né útflutning á lax. Hjá Skinney-Þinganess fengust þær upplýsingar að þar hefðu menn ekkert heyrt um þetta mál.

Talið er að laxinn sé framleiddur í Evrópu og að þeir sem fluttu hann til Rússlands hafi verið að notfæra sér nafn íslensks fyrirtækis til að komast í kringum innflutningsbann Rússa á vörum frá Evrópusambandinu og Noregi en Ísland er undanþegið því banni.

Málið er litið alvarlegum augum og er í rannsókn.

Sendinefnd skoðar íslenska framleiðslu
Um þessar mundir er stödd hér á landi eftirlitsnefnd frá Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Kasakstan til að gera úttekt á fisk-, kjöt- og mjólkurframleiðslu hér á landi með það í huga að Íslendingar fái leyfi til að flytja vörur sínar til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstan.

Tíu úttektarmenn frá Tollabandalaginu hafa verið að heimsækja íslensk fiskvinnslufyrirtæki, sláturhús, mjólkurstöðvar, fiskeldisstöðvar, svínabú og sauðfjárbú. Einnig heimsóti hópurinn rannsóknastofur og skoðaði framkvæmd við útgáfu heilbrigðisvottorða hjá Matvælastofnun.

Samkvæmt heimild Bændablaðsins er úttekt eftirlitsmanna mjög nákvæm.

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...