Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Evrópskur lax fluttur til Rússlands sem íslenskur
Fréttir 20. nóvember 2014

Evrópskur lax fluttur til Rússlands sem íslenskur

Höfundur: Vilmundur Hansen

300 tonn af laxi sem sagður er vera frá Skinney-Þinganesi hefur verið fluttur ólöglega frá Evrópu til Rússlands í gegnum Eistland. Merkingar og heilbrigðisvottorð sendinganna eru fölsuð. Matvælaeftirlit Rússlands telur að laxinn sé uppruninn í Evrópu.

Komið hefur í ljós að fylgiskjöl sem fylgdu sendingu laxi sem flytja átti til Rússlands í gegnum gegnum landamærastöð í Eistlandi voru fölsuð. Samkvæmt skjölunum var laxinn frá Íslandi og framleiddur af útgerðarfélaginu Skinney-Þinganes. Heilbrigðisvottorð frá Matvælastofnun og önnur gögn sem fylgdu sendingunni reyndust einnig vera fölsuð. Greint er frá þessu í fréttabréfi rússneska Matvælaeftirlitsins.

300 tonn af laxi
Við eftirgrennslan starfmanna rússneska matvælaeftirlitsins kom í ljós að frá því í október síðast linnum hafa verið flutt til Rússlands rúm 300 tonn af laxi undir nafni Skinneyjar-Þinganess.

Skinney-Þinganes flytur talsvert af uppsjávarafurðum til Rússlands en stundar ekki laxeldi né útflutning á lax. Hjá Skinney-Þinganess fengust þær upplýsingar að þar hefðu menn ekkert heyrt um þetta mál.

Talið er að laxinn sé framleiddur í Evrópu og að þeir sem fluttu hann til Rússlands hafi verið að notfæra sér nafn íslensks fyrirtækis til að komast í kringum innflutningsbann Rússa á vörum frá Evrópusambandinu og Noregi en Ísland er undanþegið því banni.

Málið er litið alvarlegum augum og er í rannsókn.

Sendinefnd skoðar íslenska framleiðslu
Um þessar mundir er stödd hér á landi eftirlitsnefnd frá Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Kasakstan til að gera úttekt á fisk-, kjöt- og mjólkurframleiðslu hér á landi með það í huga að Íslendingar fái leyfi til að flytja vörur sínar til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstan.

Tíu úttektarmenn frá Tollabandalaginu hafa verið að heimsækja íslensk fiskvinnslufyrirtæki, sláturhús, mjólkurstöðvar, fiskeldisstöðvar, svínabú og sauðfjárbú. Einnig heimsóti hópurinn rannsóknastofur og skoðaði framkvæmd við útgáfu heilbrigðisvottorða hjá Matvælastofnun.

Samkvæmt heimild Bændablaðsins er úttekt eftirlitsmanna mjög nákvæm.

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...