Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Evrópska bankakerfið myndi ráða illa við nýtt efnahagsáfall
Mynd / Unsplash - Mika Baumeister
Fréttir 17. september 2021

Evrópska bankakerfið myndi ráða illa við nýtt efnahagsáfall

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Álagsprófun á 50 öflugustu lána­stofnunum innan Evrópu­sam­bandsins, sem standa á bak við 70% af eignum bankakerfisins, sýnir að staðan er langt frá því að vera góð.

Sem dæmi myndi allt eigið fé, elsta banka heims, hins ítalska Monte dei Paschi's, þurrkast út ef bankinn yrði fyrir áfalli. Þessi banki hefur stefnt að sameiningarviðræðum við UniCredit, að því er fram kom í frétt Reuters.

Í álagsprófinu, sem greint var frá í lok júlí, sviðsetti EBA (European Banking Authority) áfall sem bankakerfið þurfti að glíma við upp á 265 milljarða evra, eða sem nemur um 39.485 milljörðum íslenskra króna.

Þegar miðað var við verstu atburðarás, sem gengur út frá áframhaldandi vanda vegna COVID-19 og spannar þrjú ár, eða til 2023, lækkaði heildarhlutfall eiginfjár og áhættu­veginna eigna um næstum 500 punkta og ýtti meðaltalshlutfallinu niður úr 15% í 10,2% eiginfjárhlutfall sem er við hættumörk.

Til samanburðar má geta þess að á fyrrihluta þessa árs var eigin­fjárhlutfall íslensku bankanna þriggja mun betra. Íslandsbanka 21,9%, Landsbanka 24,9% og Arion banka 26,9%.

Elsti banki heims í vandræðum

Monte dei Paschi kom verst út með eiginfjárhlutfalli upp á -0,1%. UniCredit var 9,59%.

Forsvarsmenn Monte dei Paschi bankans sögðu að kjörhlutfallið hefði orðið 6,6% eftir fyrirhugaða 2,5 milljarða innspýtingu. Bankanum gekk líka verst í álagsprófi ESB fyrir fimm árum. Þykir þetta vera til marks um að enn eigi að redda djúpstæðum vanda þessa elsta banka heims.

Enginn af hinum ítölsku bönkum sem prófaðir voru, þ.e. Mediobanca, Banco BPM og Intesa Sanpaolo, náðu að halda sig í 10% eiginfjárhlutfalli eftir áfall.

Franski hluti HSBC seldur

Franskur armur breska bankans HSBC var með næstversta árangur í álagsprófinu á eftir Monte dei Paschi og kom út með 5,91% eigin­fjár­hlutfall. Samþykkt var í júní síðastliðnum að selja franska hluta HSBC til My Money Group með stuðningi Cerberus. Það þýddi tap fyrir móðurfyrirtæki HSBC upp á 2,3 milljarða dollara. Þessi sala er sögð sýna flótta HSBC frá bankaviðskiptum á hægvaxandi markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þess í stað setji bankinn nú vaxandi þunga í Asíuviðskipti.

Sænsku bankarnir komu best út

Bestan árangur í þessu álagsprófi sýndu sænsku bankarnir sem allir komu út eftir áfall með meira en 10% eiginfjárhlutfall. Af þeim kom Skandinaviska Enskilda Banken best út með 17,4% hlutfall.

Meðal efstu banka voru Credit Agricole í Frakkland (CAGR.PA) og BPCE og ING í Hollandi.

Ekki góð stða hjá Deutsche Bank og Societe Generale

Fjárfestingabankarnir Deutsche Bank og Societe Generale, sem eru í miðju endurskipulagningarferli, komu báðir frekar illa út og voru undir meðaltali. Deutsche Bank með 7,56% og og Societe Generale með 7,73% eiginfjárhlutfall. BNP Paribas var 8,28% og Commerzbank með 8,52% eiginfjárhlutfall. James von Moltke, fjármálastjóri Deutsche Bank, bar sig þó vel og sagði vöxt bankans á fyrri hluta þessa árs ekki skila sér inn í álagsprófið.

Aðeins einn af fjórum spænskum bönkum sem prófaðir voru náði 10% eiginfjárhlutfalli, en það var Bankinter.

Niðurstöður prófana, sem seinkuðu frá síðasta ári vegna Covid-19, eru taldar mikilvægar fyrir banka þegar þeir hefja á ný að greiða út arðgreiðslur sem voru bannaðar meðan á heimsfaraldur Covid-19 stóð sem hæst.

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...