Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gróðurhús svipað þeim sem EsBro ætlaði að reisa við Grindavík.
Gróðurhús svipað þeim sem EsBro ætlaði að reisa við Grindavík.
Mynd / EsBro
Fréttir 30. mars 2016

EsBro ekki lengur með forgang að lóðinni

Höfundur: smh
Síðla árs 2014 bárust fréttir af því að framkvæmdum hollenska fyrirtækisins EsBro við risagróðurhús undir tómataræktun hefði verið seinkað. Ætlunin var að reisa slíkt hús í níu kílómetra fjarlægð frá Grindavík,  Lítið hefur spurst til framkvæmdanna síðan. 
 
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrirtækinu hefði verið tilkynnt á síðasta ári að það hefði ekki lengur forgang að lóðinni. 
 
Hann segir að lóðin sé þó enn á deiliskipulagi og þar sé gert ráð fyrir gróðurhúsastarfsemi innan Auðlindagarðsins – í nágrenni við græna orku – og laus til umsóknar sem slík. 
Kristján Eysteinsson, sem hefur verið talsmaður EsBro á Íslandi, segir að málið sé í biðstöðu af þeirra hálfu, en það sé ekki formlega búið að loka því.
 
Í áætlunum EsBro var gert ráð fyrir tíu þúsund tonna vistvænni tómataframleiðslu á ári. Ákveðnir skilmálar yrðu gerðir um að framleiðslan yrði ekki, undir nokkrum kringumstæðum, sett á innanlandsmarkað. Í viðtali seint á árinu 2014 sagði Kristján að fjárfestingamálin væru ófrágengin.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...