Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
ESB-ríkin verða sífellt háðari innfluttri olíu
Fréttir 21. mars 2017

ESB-ríkin verða sífellt háðari innfluttri olíu

Í útlistun á orkunotkun á árinu 2015 sem Eurostat birti 20. febrúar kom fram að orkunotkunin í ESB-löndunum var komin 2,5% niður fyrir það sem hún var 1990. Er það 11,6% minni orkunotkun frá því hún var mest árið 2006. Segir það væntanlega heilmikið um stöðu framleiðslufyrirtækja. 
 
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í olíunotkun í heildarorkunotkuninni meðal ESB-ríkja, eða úr 83% 1990 (tæplega 1.400 milljón tonnum) niður í 73% árið 2015 (tæplega 1.200 milljón tonn), þá reiða ESB-löndin sig æ meira á innflutning á olíu. Á árinu 1990 framleiddu ESB-ríkin eitt tonn af olíu á móti hverju einu tonni sem flutt var inn. Þetta hlutfall hefur snarversnað því á árinu 2015 fluttu ESB-ríkin inn 3 tonn af olíu á móti hverju tonni sem þau framleiddu. 
 
Þýskaland orkufrekast
 
Þýskaland er langstærsti orku­notandinn í ESB enda fjölmennasta ríkið með rúmlega 82 milljónir íbúa. Þess má geta að umtalsverður hluti raforkunnar í landinu er framleiddur með kolum og kjarnorku.
 
Samsvaraði heildar orkunotkun Þjóðverja árið 2015 um 314 milljón tonnum af olíu, eða 19% af 1.626 milljón tonna heildarnotkun allar ESB-ríkjanna. Til samanburðar þá samsvaraði orkunotkun ESB yfirfærð í olíu 1.840 milljón tonna notkun árið 1990.  
 
Þá samsvaraði orkunotkun Frakka árið 2015 um 253 milljónum tonna af olíu, eða 16% af heild, en þeir eru næststærstu orkunotendurnir í sambandinu og eru 67 milljónir talsins. Þar á eftir kemur Bretland með 191 milljónar tonna olíuígildi, eða 12%, en Bretar eru um 65 milljónir. Ítalía er svo með 156 milljónir tonna, eða 10%. Spánn kemur svo í fimmta sæti með 121 milljón tonna, eða 7% af heild og Pólland er í sjötta sæti með sem svara 95 milljónum tonna af olíu, eða 6%.
 
Í samanburði við orkunotkunina 1990 og 2015, þá var langmestur samdráttur í Eystrasaltsríkjunum þrem, Litháen (-57%), Lettlandi (-45%) og Eistlandi (-37%). Rúmenía var á svipuðum slóðum, eða með -44% og Búlgaría með -33%. Mestur vöxtur í orkunotkun var hins vegar á Kýpur, eða +41%, á Írlandi um +35%, á Spáni um +35% og í Austurríki um +33%. 
 
 
Olíunotkun til orkuframleiðslu dregst hlutfallslega saman
 
Hlutfall olíu í heildarorkunotkun ESB-ríkjanna minnkaði á árunum 1990–2015. Mest minnkaði hlutfallsleg olíunotkun í Danmörku, eða úr 91% 1990 í 69% ári 2015. Í Litháen minnkaði hlutfall olíu úr 83% í 61% og í Rúmeníu úr 96% í 74%. 
 
Þrátt fyrir þetta treystir mikill meirihluti ESB-ríkjanna enn á olíu sem sinn aðal orkugjafa. Olíunotkunin var einungis innan við helmingur af orkunotkuninni í þrem ESB-löndum 2015, en það voru Svíþjóð, þar sem olía var 30% af orkunotkuninni, Finnland með 46% og Frakkland með 49%. 
 
ESB-ríkin stöðugt háðari olíuinnflutningi
 
Flest Evrópusambandslöndin hafa orðið háðari innfluttri olíu sem orkugjafa á árunum frá 1990 til 2015. Þetta er mest áberandi hjá Bretlandi sem var mjög stór olíuframleiðandi. Þar hefur innflutningsþörfin á olíu aukist úr 2% af heildarorkunotkun 1990 í 43% árið 2015. Hjá Hollendingum hefur þörfin aukist úr 22% í 56%, hjá Póllandi úr 1% í 32% og hjá Tékkum úr 17% í 46%. 
 
Danir með minnsta aukningu 
 
Þau ESB-lönd sem voru minnst háð auknum innflutningi á olíu árið 2015 voru Danmörk með 4% og síðan kom Eistland með 17%, Rúmenía með 25% og Pólland eins og áður sagði með 32%. 
 
Ísland í sérflokki fyrir hlutfallslega minnsta olíunotkun
 
Fróðlegt er að skoða þessar tölur í samanburði við Ísland. Þar eru Íslendingar og Norðmenn algjörlega sér á parti, þó fyrir ólíka hluti sé. Hér á landi hefur orkunotkunin meira en tvöfaldast frá 1990 eða úr orku sem svarar til 2,4 milljónum tonna af olíuígildum í 5,8 milljónir tonna. 
 
Hlutfall olíu í heildarorkunotkun Íslendinga hefur þó minnkað úr 32% í 15% og er það langlægsta í Evrópu. Næstbesta hlutfallið er í Svíþjóð, eða 30%. Aftur á móti framleiðum við ekkert jarðefniseldsneyti og þurfum því að treysta á innflutning á allri okkar olíu, eða sem nemur í 102% hlutfalli. Væntanlega skýrast þessi 2% af kaupum erlendra skipa og flugvéla á eldsneyti sem flutt er inn til Íslands.
 
Norðmenn í mjög sérstakri stöðu
 
Norðmenn eru líka í mjög sérstakri stöðu. Þar hefur orkunotkunin aukist úr sem svarar 21,4 milljónum tonna olíuígildum í 30 milljónir tonna. Norðmenn eru hins vegar stórútflytjendur á olíu og voru því neikvætt háðir innflutningi sem nam -799% árið 1990. Það hlutfall var -1.232% árið 2005 og -987% árið 2015. Ekkert annað land í Evrópu státar af slíkri stöðu. 
Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...