Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
ESB-ríkin verða sífellt háðari innfluttri olíu
Fréttir 21. mars 2017

ESB-ríkin verða sífellt háðari innfluttri olíu

Í útlistun á orkunotkun á árinu 2015 sem Eurostat birti 20. febrúar kom fram að orkunotkunin í ESB-löndunum var komin 2,5% niður fyrir það sem hún var 1990. Er það 11,6% minni orkunotkun frá því hún var mest árið 2006. Segir það væntanlega heilmikið um stöðu framleiðslufyrirtækja. 
 
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í olíunotkun í heildarorkunotkuninni meðal ESB-ríkja, eða úr 83% 1990 (tæplega 1.400 milljón tonnum) niður í 73% árið 2015 (tæplega 1.200 milljón tonn), þá reiða ESB-löndin sig æ meira á innflutning á olíu. Á árinu 1990 framleiddu ESB-ríkin eitt tonn af olíu á móti hverju einu tonni sem flutt var inn. Þetta hlutfall hefur snarversnað því á árinu 2015 fluttu ESB-ríkin inn 3 tonn af olíu á móti hverju tonni sem þau framleiddu. 
 
Þýskaland orkufrekast
 
Þýskaland er langstærsti orku­notandinn í ESB enda fjölmennasta ríkið með rúmlega 82 milljónir íbúa. Þess má geta að umtalsverður hluti raforkunnar í landinu er framleiddur með kolum og kjarnorku.
 
Samsvaraði heildar orkunotkun Þjóðverja árið 2015 um 314 milljón tonnum af olíu, eða 19% af 1.626 milljón tonna heildarnotkun allar ESB-ríkjanna. Til samanburðar þá samsvaraði orkunotkun ESB yfirfærð í olíu 1.840 milljón tonna notkun árið 1990.  
 
Þá samsvaraði orkunotkun Frakka árið 2015 um 253 milljónum tonna af olíu, eða 16% af heild, en þeir eru næststærstu orkunotendurnir í sambandinu og eru 67 milljónir talsins. Þar á eftir kemur Bretland með 191 milljónar tonna olíuígildi, eða 12%, en Bretar eru um 65 milljónir. Ítalía er svo með 156 milljónir tonna, eða 10%. Spánn kemur svo í fimmta sæti með 121 milljón tonna, eða 7% af heild og Pólland er í sjötta sæti með sem svara 95 milljónum tonna af olíu, eða 6%.
 
Í samanburði við orkunotkunina 1990 og 2015, þá var langmestur samdráttur í Eystrasaltsríkjunum þrem, Litháen (-57%), Lettlandi (-45%) og Eistlandi (-37%). Rúmenía var á svipuðum slóðum, eða með -44% og Búlgaría með -33%. Mestur vöxtur í orkunotkun var hins vegar á Kýpur, eða +41%, á Írlandi um +35%, á Spáni um +35% og í Austurríki um +33%. 
 
 
Olíunotkun til orkuframleiðslu dregst hlutfallslega saman
 
Hlutfall olíu í heildarorkunotkun ESB-ríkjanna minnkaði á árunum 1990–2015. Mest minnkaði hlutfallsleg olíunotkun í Danmörku, eða úr 91% 1990 í 69% ári 2015. Í Litháen minnkaði hlutfall olíu úr 83% í 61% og í Rúmeníu úr 96% í 74%. 
 
Þrátt fyrir þetta treystir mikill meirihluti ESB-ríkjanna enn á olíu sem sinn aðal orkugjafa. Olíunotkunin var einungis innan við helmingur af orkunotkuninni í þrem ESB-löndum 2015, en það voru Svíþjóð, þar sem olía var 30% af orkunotkuninni, Finnland með 46% og Frakkland með 49%. 
 
ESB-ríkin stöðugt háðari olíuinnflutningi
 
Flest Evrópusambandslöndin hafa orðið háðari innfluttri olíu sem orkugjafa á árunum frá 1990 til 2015. Þetta er mest áberandi hjá Bretlandi sem var mjög stór olíuframleiðandi. Þar hefur innflutningsþörfin á olíu aukist úr 2% af heildarorkunotkun 1990 í 43% árið 2015. Hjá Hollendingum hefur þörfin aukist úr 22% í 56%, hjá Póllandi úr 1% í 32% og hjá Tékkum úr 17% í 46%. 
 
Danir með minnsta aukningu 
 
Þau ESB-lönd sem voru minnst háð auknum innflutningi á olíu árið 2015 voru Danmörk með 4% og síðan kom Eistland með 17%, Rúmenía með 25% og Pólland eins og áður sagði með 32%. 
 
Ísland í sérflokki fyrir hlutfallslega minnsta olíunotkun
 
Fróðlegt er að skoða þessar tölur í samanburði við Ísland. Þar eru Íslendingar og Norðmenn algjörlega sér á parti, þó fyrir ólíka hluti sé. Hér á landi hefur orkunotkunin meira en tvöfaldast frá 1990 eða úr orku sem svarar til 2,4 milljónum tonna af olíuígildum í 5,8 milljónir tonna. 
 
Hlutfall olíu í heildarorkunotkun Íslendinga hefur þó minnkað úr 32% í 15% og er það langlægsta í Evrópu. Næstbesta hlutfallið er í Svíþjóð, eða 30%. Aftur á móti framleiðum við ekkert jarðefniseldsneyti og þurfum því að treysta á innflutning á allri okkar olíu, eða sem nemur í 102% hlutfalli. Væntanlega skýrast þessi 2% af kaupum erlendra skipa og flugvéla á eldsneyti sem flutt er inn til Íslands.
 
Norðmenn í mjög sérstakri stöðu
 
Norðmenn eru líka í mjög sérstakri stöðu. Þar hefur orkunotkunin aukist úr sem svarar 21,4 milljónum tonna olíuígildum í 30 milljónir tonna. Norðmenn eru hins vegar stórútflytjendur á olíu og voru því neikvætt háðir innflutningi sem nam -799% árið 1990. Það hlutfall var -1.232% árið 2005 og -987% árið 2015. Ekkert annað land í Evrópu státar af slíkri stöðu. 
Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...