Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sindri Sigurgeirsson er hér til fyrirmyndar við smalamennsku með hjálm og í áberandi klæðnaði. Ég náði mynd af honum þegar verið var að laga skeifu undir hesti hans.
Sindri Sigurgeirsson er hér til fyrirmyndar við smalamennsku með hjálm og í áberandi klæðnaði. Ég náði mynd af honum þegar verið var að laga skeifu undir hesti hans.
Mynd / HLJ
Fréttir 31. ágúst 2017

Ertu rétt klædd/ur til fjallaferða?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í síðustu viku ók ég Sprengi­sandsleið og tók samlokustopp í Nýjadal og sá þá að snjóað hafði í hæstu fjöll í nágrenninu. Þessi sýn minnti mig á að það er að koma haust með tilfallandi haustverkum. 
 
Síðustu tvö ár hefur megnið af eftirfarandi texta komið hér í þessum pistli þar sem sérstaklega er verið að benda væntanlegum smölum á að klæða sig rétt við leitir. Svo vitnað sé til orðalags í bókina Ferðamennska og rötun sem gefin var út af Slysavarnafélaginu Landsbjörg þar sem farið var yfir hentug föt til útivistar, segir þar nokkurn veginn orðrétt:
 
„Engin bómull ætti að fara með til fjalla, gallabuxur, bolir, nærföt og sokkar úr bómullarefni eiga ekkert erindi á fjöll, bómullarföt halda verst hita ef þau blotna, bómull dregur í sig raka og einangrar þá ekkert.“
Til er mikið af góðum fatnaði og sokkum sem einangra vel, jafnvel þó blaut séu. 
 
Íslensku ullarfötin standa alltaf fyrir sínu
 
Góð ullarnærföt standa alltaf fyrir sínu og ekki er mikil svitalykt af ullarfötum. Regnfötin eru ómiss­andi, en endilega notið sem mest áberandi regnföt því þegar regnfata er þörf er almennt ekki gott skyggni og betra að vera í appelsínugulu regnfötunum frá 66°N sem sjást svo vel. Sokkar og skófatnaður er jafn breytilegur og úrvalið mikið. 
 
Þegar maður er blautur og kaldur á fótunum er manni alls staðar kalt og því mikil nauðsyn að vera vel útbúinn til fóta. Flóran í góðum sokkum er mikil, en mér hefur reynst vel sokkar úr efni sem heitir neopren, sama efni og er í blautbúningum kafara. Ókosturinn við þessa sokka er að eftir nokkra daga notkun í röð er lyktin af þeim frekar mikið vond, svo vond í mínum sokkum að lykt af skötu og hákarli bliknar við sokkalyktina á degi 4–5 í blautri mótorhjólaferð.
 
Þótt maður blotni í neopren sokkum verður manni ekki kalt, en svona sokkar fást m.a. í veiðibúðum. Ullarsokkar úr hreinni íslenskri ull eru alltaf gulls ígildi. Margir eru farnir að nota sokka sem nefnast selskinnssokkar og eru vatnsheldir og mjög hlýir.
 
Aldrei fara á fjöll nema með auka sokka og auka vettlinga
 
Misjafnt er hvernig menn búa sig til fjallaferða og oft fer ég hálendisdagsferðir á minni mótormeri, þá eru alltaf a.m.k. tvenn aukasokkapör, aukavettlingar og það nýjasta í bakpokanum er síðu upphituðu nærbuxurnar og fullhlaðin rafhlaða sem ég skrifaði um í fyrrasumar. Aldrei fer ég án litla sjúkrapakkans, hann fylgir mér í allar fjallaferðir. 
 
Ég hef kynnst því að detta illa á hausinn, en mín verstu meiðsli urðu á hægari ferð en margur smalahesturinn nær. Alltof oft sér maður hestamenn hjálmlausa í smölun og smala á fjórhjóli án hjálms. 
Förum jákvæð inn í smalamennskuna þetta árið með öryggið í fyrirrúmi og notum þann öryggisbúnað sem völ er á, það er svo leiðinlegt að heyra fréttir af slysum við smalamennsku. Nýjasta leynivopn mitt fæst í ýmsum útivistarvörubúðum og eru nokkrir pakkar af tá-, vettlinga- og búkhiturum sem gott er að setja í skó, vettlinga og á búk ef allt verður blautt. Þessir hitaplattar gefa ágætis hita í nokkra klukkutíma. Megi smalamennskan ganga vel og góða skemmtun til fjalla.
Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...

Hvítlaukssalt úr Dölunum
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppsker...

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabi...

Fuglum fækkar í talningu
Fréttir 19. febrúar 2024

Fuglum fækkar í talningu

Vetrartalning á fuglum dróst út janúar, en hefð er fyrir því að telja í upphafi ...

Gúrkuuppskera aldrei meiri
Fréttir 19. febrúar 2024

Gúrkuuppskera aldrei meiri

Metuppskera var í gúrkuræktun á síðasta ári, eða 2.096 tonn. Stöðugur vöxtur hef...

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins
Fréttir 16. febrúar 2024

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins

Leyft verður að veiða alls 800 hreindýr á þessu ári, 403 tarfa og 397 kýr. Þessi...

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps
Fréttir 16. febrúar 2024

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps

Hreppa skyrdrykkur kemur á markaðinn í apríl. Í honum eru, að sögn framleiðanda,...