Ræktendur undirbúa sig undir minnkað framboð af sphagnum. Hér má sjá sphagnum-síló Lambhaga en fyrirtækið hyggst nú nýta allt lífrænt efni sem til fellur við ræktunina í eigin moldargerð og stefnir að því að verða fljótlega
sjálfu sér nægt um jarðveg.
Ræktendur undirbúa sig undir minnkað framboð af sphagnum. Hér má sjá sphagnum-síló Lambhaga en fyrirtækið hyggst nú nýta allt lífrænt efni sem til fellur við ræktunina í eigin moldargerð og stefnir að því að verða fljótlega sjálfu sér nægt um jarðveg.
Mynd / sá
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á komandi árum. Tengist það markmiðum ESB og aðildarríkja þess um að varðveita eða endurheimta votlendi en sphagnum-mosar lifa flestir í votlendi.

Við eftirgrennslan um hvort nýjar reglur séu í burðarliðnum sem takmarki eða banni innflutning á jarðvegi, þ.á m. sphagnum, til Íslands á næstu árum frá Evrópusambandsríkjum eða löndum utan ESB, kemur í ljós að fyrir dyrum stendur innleiðing Evrópulöggjafar um ræktunarefni, áburð o.fl.

Þórhildur Ísberg, fagsviðsstjóri plöntuheilbrigðis hjá Matvæla- stofnun, segir að eins og sakir standa séu sömu skilyrði og áður um innflutning á mold/sphagnum frá óræktuðum svæðum Evrópu með plöntuheilbrigðisvottorð, sbr. reglugerð 189/1990.

„Það er þó í burðarliðnum að innleiða Evrópulöggjöf 2019/1009 um ræktunarefni, áburð o.fl.,“ segir Þórhildur. „Þegar innleiðingarreglugerðin verður komin inn mun löggjöfin taka gildi formlega hér á landi en hún er þegar komin í samninginn. Í þessari löggjöf mun allt ræktunarefni, einnig jarðvegur sem fluttur er inn á svæði, kallast ræktunarefni, hvort sem það er mold eða áburður, lífrænn og ólífrænn. Þetta þýðir að allt ræktunarefni sem kemur frá EES svæðinu verður leyft í innflutningi svo lengi sem það er CE merkt. CE merkingin er gefin þegar varan hefur uppfyllt ákveðin skilyrði í samræmi við gildandi kröfur, t.a.m. hitameðhöndlun, svo hún beri ekki með sér skaðvalda,“ segir hún.

Ekki hefur verið leyft að flytja inn mold frá löndum utan Evrópu, að sögn Þórhildar.

Sphagnum. Mynd / Heamna Manzur

Aðildarríki ESB velja leiðir að markmiðinu

Mómosi vex víða erlendis í miklum samfelldum breiðum og myndar mómýrar. Mótekja var áður fyrr nýtt til eldsneytis en hin síðari ár meira sem ræktunarefni í hvort tveggja skógrækt og garðyrkju. Er moldin ýmist kölluð svarðmold, mómosamold eða sphagnum og torfmosi. Hún þykir henta afar vel til ræktunar vegna mikillar vatnsheldni og næringarefna, auk þess sem hún er laus í sér og loftmikil. Þegar sphagnum brotnar niður losnar koltvísýringur sem annars væri bundinn í jarðvegi.

Víða í Evrópu hefur mótekja verið svo umfangsmikil að mýrar eru ónýtar eða skemmdar. Endurheimt er afar tímafrek og nú orðið því hertar kröfur um sjálfbærni við mótöku sem leiðir til samdráttar í framleiðslu og notkun sphagnum sem ræktunarefnis.

Samkvæmt upplýsingum frá Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi takmarkar engin Evrópusambandsreglugerð beinlínis sölu eða notkun á sphagnum. Hins vegar hafi Evrópusambandið markað sér stefnu sem varði loftslagsmarkmið. Er hún nátengd stefnupakka sem nefnist Nature Restoration Act þar sem ESB og aðildarríki þess setja sér m.a. markmið um að varðveita eða endurheimta votlendi, sem bindur CO2, á næstu tveimur áratugum. Þar á meðal eru markmið um að 30% þess votlendis sem nú er notað verði endurheimt fyrir 2030, 40% fyrir 2040 og 50% votlendis fyrir árið 2050. Í stefnunni er hins vegar gert ráð fyrir að það sé í höndum aðildarríkjanna sjálfra að ákveða með hvaða hætti þau endurheimta votlendi. ESB hefur þannig ekki bein áhrif á framleiðslu eða sölu á sphagnum.

Aðildarríkin, sem þurfa að framfylgja stefnu ESB um endurheimt votlendis, gætu gripið til mismunandi aðgerða og þær mögulega komið niður á framleiðslu sphagnum sem þýtt gæti minni framleiðslu og sölu.

Margt getur komið í staðinn en verður flóknara

Þess má geta að mór er enn notaður sem orkugjafi í nokkrum löndum og sú mótekja jafnvel talin valda meiri skaða varðandi þurrkun votlendis og losun CO2 en til framleiðslu sphagnum. Því eru umræðan og áherslur misjafnar hjá aðildarríkjunum ESB eftir því hvort um ræðir orkugjafa, ræktunarefni eða hvort tveggja.

Þýsk stjórnvöld hafa t.a.m. rannsakað leiðir til að nota annað ræktunarefni en sphagnum og er stefnt að því að notkun þess verði hætt hjá áhugaræktendum þegar árið 2026 en heimaræktendur nota efnið mjög mikið, t.d. í pottaplönturæktun. Jafnframt á að styðja garðyrkjustöðvar til að skipta yfir í annað ræktunarefni með minna sphagnum-hlutfalli þannig að notkun þess verði að mestu hætt árið 2030.

Í staðinn fyrir sphagnum verður væntanlega í ríkara mæli notast við viðartrefjar, moltu, mold úr trjáberki og efni sem til fellur frá kókosiðnaði, skv. Christinu Stadler hjá deild ræktunar og fæðu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Að auki megi nota leifar af hör, strá af miscanthus (fílagras), hrísgrjónahýði, hamp og pálmatrefjar, kol, kaffivinnsluleifar og ull af sauðfé, svo nokkuð sé nefnt. Ýmsar blöndur af þessu og fleiru gætu komið til sögunnar en t.d. spírunar- og ræktunarhlutfall sé þá orðið mismunandi. Þetta kalli á aðlögun ræktunaraðferða, svo sem vökvunar og áburðargjafar. Framleiðslukostnaður aukis

Íslensk fyrirtæki eru þegar farin að bregðast við væntanlegum breytingum, m.a. garðyrkjustöðin Lambhagi, sem er að hefja eigin moldargerð úr því sem til fellur af lífrænum efnum við ræktunina og stefnir stöðin að því að verða sjálfbær með sína moldarnotkun.

Innflutningur í fyrra tæp 452 tonn

Skv. talnaefni Hagstofunnar um innflutning mómosamoldar (sphagnum) má sjá að í fyrra voru alls flutt inn 451.634 kg. Frá Danmörku 19.952 kg, frá Finnlandi 3.654 kg og frá Hollandi 428.028 kg fyrir 26.907.262 kr. (Fob). Tollflokkar jarðvegs eru skilgreindir sem Mómosamold (tollfl. 25309011) og Jarðefni, annað (tollfl. 25309090), en af því síðarnefnda voru flutt inn 41.565 kg fyrir 4.005.360 kr. og má ætla að talsvert af því séu jarðefni eins og t.d. ýmis perlusteinn.

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...