Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bógkreppa er alvarlegt vandamál í íslenskri sauðfjárrækt, en hún veldur vansköpun í leggjum framfóta.
Bógkreppa er alvarlegt vandamál í íslenskri sauðfjárrækt, en hún veldur vansköpun í leggjum framfóta.
Fréttir 3. maí 2023

Erfðapróf í sjónmáli fyrir erfðagallann bógkreppu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar 2023, sem haldinn var á Hvanneyri á dögunum, kynnti Sæmundur Sveinsson frá Matís verkefni sem felst í leit að erfðaþáttum bógkreppu – en í máli hans kom fram að erfðapróf væri í sjónmáli sem verður hægt að nýta til að finna arfbera.

Sæmundur segir að niður­ stöðurnar, sem stefnt er að nýta til þróun erfðaprófs, sé í raun afrakstur samstarfs RML, Keldna og Matís ásamt rannsóknastofnuninni AG­Research í Nýja­Sjálandi. Þessir aðilar hafa stundað rannsóknir á bógkreppu á undanförnum tveimur árum, sem hafa verið dyggilega studdar af Þróunarsjóði í sauðfjárrækt.

„Bógkreppa hefur um áratuga skeið verið alvarlegt vandamál í íslenskri sauðfjárrækt. Þetta er víkjandi erfðagalli sem veldur vansköpun í leggjum framfóta og allt bendir til að um eitt gen sé að ræða,“ segir hann.

Sæmundur Sveinsson greindi frá erfðaprófi til að finna arfbera bógkreppu.

Mikil vansköpun

„Vansköpunin er í flestum tilfellum það mikil að lömb komast ekki á spena og er yfirleitt lógað stuttu eftir burð,“ útskýrir Sæmundur.

„Víkjandi erfðagallar eru sérstaklega erfiðir viðureignar í búfjárrækt, þar sem einstaklingar þurfa að hafa tvö eintök af hinu gallaða geni til að svipgerðin birtist. Þetta þýðir að arfberar eru ekki greinanlegir fyrr en þeir gefa af sér gölluð afkvæmi. Til að flækja málið enn frekar eru vísbendingar um að sami erfðagalli gefi aukinn vöðvavöxt í arfblendnu ástandi. Þetta þýðir að arfblendnir hrútar eru líklegri en ella til að verða valdir á sæðingarstöð. Nýjasta dæmið um þetta er sæðingahrúturinn Viðar 17­844, sem var afburðahrútur en að öllum líkindum arfblendinn um bógkreppugenið,“ segir Sæmundur.

Hann segir að meginmarkmið verkefnisins sé að lýsa gallanum meinafræðilega og þróa erfðapróf til að hægt sé að finna arfblendna einstaklinga. „Niðurstöður eru lofandi og vonandi verður hægt að nýta erfðapróf á fyrri hluta næsta árs til að finna arfbera.

En til að sannreyna virkni erfðaprófsins þarf að halda rann­sóknum áfram og til þess þurfum við að fá erfðasýni af sem flestum bógkreppulömbum sem fæðast í vor ásamt foreldrum þeirra.“

Um söfnun sýna vegna bógkreppurannsókna

Við söfnun sýna fyrir verkefnið verður lögð áhersla á að fá:

  • Sýni úr sem flestum bógkreppulömbum sem fæðast í vor og báðum foreldrum þeirra.
  • Sýni úr sonum Viðars 17-844.
  • Önnur áhugaverð sýni (s.s. Viðarsdætur eða hrútar sem liggja undir grun).
  • Þar sem aðeins verður hægt að greina takmarkaðan fjölda sýna verður
    beitt forgangsröðun við val sýna í greiningar og því ekki hægt að lofa því að öll sýni sem berast verði hægt að greina – a.m.k. ekki í fyrsta kasti. Þessar greiningar verða bændum að kostnaðarlausu þar sem þetta er hluti af rannsóknarverkefni.
  • Nota má sömu hylkin og verið er að dreifa vegna sýnatöku fyrir riðuarfgerðargreiningar. Ekki er hægt að nota stroksýni fyrir þessar greiningar. Merkja þarf sýnin vel (gripanúmer og bæjarnúmer) og láta fylgja þeim upplýsingar um gripinn sem sýnið er úr og hvernig hann tengist bógkreppu. Senda sýnin til Eyþórs Einarssonar, RML (Borgarsíða 8, Sauðárkróki) en Eyþór veitir nánari upplýsingar varðandi söfnun sýna fyrir verkefnið (ee@rml.is).

/Eyþór Einarsson

Skylt efni: bógkreppa

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f