Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Erfðabreyttur askur gæti komið til bjargar
Fréttir 10. nóvember 2015

Erfðabreyttur askur gæti komið til bjargar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að sýking af völdum sveppategundar sem leggst á asktré muni drepa um 90% af öllum aski á Bretlandseyjum á næstu tveimur áratugum. Andstæðingar erfðatækni segja hugmyndina vera leik að eldi.
Sveppurinn sem á latínu kallast Hymenoscyphus fraxineus, áður Chalara fraxinea, hefur þegar valdið gríðarlegum skaða í Danmörku og víðar í Evrópu.

Rannsóknarteymi í London og Oxford í samvinnu við umhverfisráðuneyti Bretlandseyja hefur lagt til að beitt verði erfðatækni til að rækta fram kvæmi af asktrjám sem eru ónæm fyrir sýkingunni, 80 milljón slíkum verði plantað í stað sýktra trjáa á næstu tuttugu árum. Andstæðingar erfðatækni segja á móti að með því að planta erfðabreyttum trjám í náttúrulega skóga séu menn að leika sér með eld.

Undanfarin ára hafa stjórnvöld í Bretlandi eytt um 7 milljónum punda í rannsóknir á leiðum til að hefta útbreiðslu sveppsins og í varnir gegn sýkingu af hans völdum án árangurs.

Auk hugmynda um að beita líftækni í baráttunni við sveppinn eru skógræktarmenn að gera tilraunir með að frjóvga saman breskan ask og aðrar asktegundir þar á meðal kínverska tegund sem er ónæm fyrir sýkingunni. Gallinn við slíkar kynbætur er að þær taka marga áratugi en með því að flytja erfðaefni milli ólíkra asktegunda er hægt að flýta þeirri vinnu verulega.

Að sögn plöntusjúkdómafræðinga er askur ekki eina plöntutegundin sem er í hættu. Hlýnun jarðar, aukinn ferðamannastraumur og flutningur lífvera milli heimshluta hefur einnig mikil áhrif á núverandi skóga og gróðursvæði álfunnar.

Getur slíkt leitt til þess að nýjar tegundir taki við að þeim sem fyrir eru og breyti ásýnd skóganna.  

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...