Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Enn um ull og brenglaða hugsun
Mynd / BBL
Skoðun 6. apríl 2017

Enn um ull og brenglaða hugsun

Höfundur: Guðríður B. Helgadóttir
Í síðasta Bændablaði, þ. 23.3. þ.m., er grein um ull og fleira, eftir Davíð Herbertsson. Sem vinur og málsvari sauðkinda verð ég að játa að það var klausa, í þeirri að mörgu leyti ágætu grein, sem stakk mig svo í hjartað að ég get ekki orða bundist. Þar segir greinarhöfundur, eftir að hafa farið faglegum orðum um haust- og vetrarrúning, „það er ill meðferð að láta þær vera í ullinni inni í hlýjum húsum“.
 
 En það er engin klausa, ekkert orð um illa meðferð að láta þær vera mannsberar úti í vorhretum og vornæðingi íslenskrar veðráttu. Þetta kalla ég brenglaða hugsun og hætti ekki, meðan ég get haldið á penna, að reyna að vinda ofan af, þessari á allan handa máta, snarbrengluðu, ullareyðileggjandi og mannskemmandi hugsun og framkvæmd við aðbúnað sauðfjár og útrýmingu þels af jörðinni.
 
Sauðkindin er í eðli sínu sköpuð til útivistar. Það er brenglað að troða henni í kös inn í þröngri kró misjafnlega vel loftræstra húsa, meira en hálft árið, meina henni útivist og hreyfingu. Þessi langa húsvist kostar dýrari húsagerð, meira fóður, meiri vinnu og óhreinni ull, heldur en léttbyggðari hús þar sem fé liggur við opið í góðviðri, stóru baggarnir gefnir í þar til hannaðar grindur og þrifalega farið með fóður og fénað. Stórt hús og hlöðurými, hannað til að stúka sundur með léttum grindum um sauðburð, þjónar einnig innistöðu í vondum veðrum að vetri.
 
Það er brenglað að klæða sauðkindina úr eðlilegri hlífðarkápu sinni, þegar vetur gengur í garð og hennar eðlislæga vörn fer að mynda þéttustu, mýkstu og hlýjustu hárin til að verjast vetrarkuldanum.  Eyðileggja með því dýrmæta sérstöðu íslensku ullarinnar, kalla fram tvöfaldan kostnað og fyrirhöfn með snoðklippingu rétt fyrir vorkulda, hret og illa líðan skjálfandi, mannsberjúgra skrokka aumingja kindanna, sem vegna þessarar heimsku hafa nú ekkert reyfi eða skjól til að verja sig og lömbin gegn næðingnum.
Plastábreiðan, sem strengd var yfir húskróna og nýrúna skrokkana í vetur, vísfjarri, ásamt tillitssemi, meðlíðan og vörn, þegar mest á reynir .Að rýja vel fýlda kind að vorinu um leið og flutt er „á fjall“, sleppt á heiði eða aðra sumarhaga, er skemmtilegt, helmingi ódýrara og kindinni eðlilegt. Vorkuldar um garð gengnir og sumarið fram undan.
 
Fleiri lömb, meira kjöt. Það eitt er stefnan ef stefnu skyldi kalla. Er ekki kominn tími til að hugsa sitt ráð og huga að fleiru?  Var ekki í þessu sama Bændablaði klausa um „stórlega umfram“ framleiðslu á kindakjöti? Voru ekki líka að heimtast ær af útigöngu í einhverjum firði þarna fyrir austan, vel útlítandi ær, tvílemdar samkv. sónarskoðun, því með þeim var þarna í frelsinu tvílembingshrútur undan annarri?
Búinn að sýna sitt eðli til undaneldis. Er það ekki besta meðalhófið, 2 lömb á á? Og dugnaður til að nýta sér það sem í boði er? Maðurinn, með sitt drottnunar- og húsbóndavald, ber ábyrgð á öryggi og velllíðan skepnunnar, sem hann hefur tekið í sína þjónustu. Hann ber einnig ábyrgð á að forða henni frá hættum, smala til byggða í tíma að hausti, stjórna beit og gjöf þegar vetrar. En talandi um ábyrgð nú á tímum, verður manni á að spyrja: Hvar er hana að finna? Varð hún kannski úti einhvers staðar á öræfum skilningsleysis og sérhyggjugræðginnar? Og enginn Fjalla-Bensi lengur til að leggja á sig leit að óheimtum manngildum trausts og ábyrgðar?
 
Er ekki kominn tími til að staldra við og skoða áttavitann?
 
26.3. 2017 
Guðríður B. Helgadóttir
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...